Er sjálfbærni enn möguleg? - Ástand heimsins 2013
Upplýsingaskrifstofan Norðurlönd í fókus boðar til hádegisfundar um sjálfbærni og ástand jarðar mánudaginn 3. júní kl. 12-14 í sal Norræna hússins.
Á fundinum verður rædd ársskýrsla bandarísku samtakanna Worldwatch Institute þar sem farið er yfir ástand jarðarinnar eins og það blasir við í ár. Sérstaklega verður hugað að því hvaða róttæku leiðir má fara í því að sveigja í aðra og vistvænni átt.
Aðalræðumenn á fundinum eru Erik Assadourian, fulltrúi Worldwatch Institute, og Brynhildur Davíðsdóttir, dósent í Umhverfis- og auðlindafræðum við HÍ.
Einnig taka til máls á fundinum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, frá Landvernd, og Benedikt Stefánsson, frá Carbon Recycling International (CRI). Þeir kynna sínar leiðir til aukinnar sjálfbærni.
Í lok fundar verða umræður. Fundurinn fer fram á ensku og hann er öllum opinn.
Fundarstjóri er Þóra Arnórsdóttir, blaðamaður.
Ársskýrsla Worldwatch Institute 2013 verður til sölu á fundinum.
Upplýsingaskrifstofan Norðurlönd í fókus stendur að fundinum í samstarfi við námsbraut í Umhverfis- og auðlindafræðum við HÍ og Worldwatch Institute.
Birt:
Tilvitnun:
Norræna húsið „Er sjálfbærni enn möguleg? - Ástand heimsins 2013“, Náttúran.is: 31. maí 2013 URL: http://nature.is/d/2013/05/31/er-sjalfbaerni-enn-moguleg-astand-heimsins-2013/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.