Kaldur samruni með 10.000 falda orku gass staðfestur
Rýnihópur vísindamanna úr virtum háskólum hefur staðfest kaldan samruna. Þetta hefur þótt heldur ólíklegt hingað til en samt hafa ýmsir reynt, og nú tekist. Efnaferlið er í sjálfu sér ekki flókið, nema hvað einu frumefni er breytt í annað með því þriðja. Eitthvað sem talið var ómögulegt við aðrar aðstæður en í sólum eða stjörnusprengingum.
Vetnis prótónum er þrýst í nikkel með þeim afleiðingum að elektrónur nikkelsin mynda nevtrónur sem kjarni nikkelsins dregur að sér, losar elektrónurnar, og hækkar sætistöluna úr 28 í 29 og myndar kopar. Orkan sem losnar er gríðarleg.
Andstætt „hefðbundnum“ samruna myndar þessi kaldi samruni enga geislavirkni því nevtrónurnar fara sér hægt. Svo öruggt er þetta talið að NASA á sér þann draum að einhverntíma verði svona orkugjafi í öllum farartækjum og á hverju heimili.
Stórvirkjanir heyra sögunni til ásamt raflögnum og þéttriðnu neti bensínstöðva.
Orkan sem fæst úr grammi er 5,1 x 107 Wh/kg eða 50 MWh fyrir hvert kíló af hráefni. Í samanburði er Kárahnjúkavirkjun 690MW. Þetta mun samsvara 1.000 faldri orku bensíns og 10.000 faldri orku gass. Kolefnismengun engin né önnur efnamengun. Til verður reyndar kopar en þörfin fyrir hann í lagnir minnkar. [ kannski tekst mönnum að breyta koparnum í zink í næsta skrefi...]
Tæknin sem fundin er af Andrea Rossi er kölluð Energy Catalyzer ( E-Cat ) er enn á þróunarstigi en ef þessar niðurstöður eru réttar má búast við hraðri þróun í orkumálum heimsins og þá munu stíflur og virkjanir verða eins og risaeðlur á safni. Eftirspurn eftir olíu mun hrapa og torsóttar lindir verða ekki eftirsóknarverðar.
Birt:
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Kaldur samruni með 10.000 falda orku gass staðfestur“, Náttúran.is: 24. maí 2013 URL: http://nature.is/d/2013/05/24/kaldur-samruni-med-10000-falda-orku-gass-stadfestu/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.