kaldur samruni

Rýnihópur vísindamanna úr virtum háskólum hefur staðfest kaldan samruna. Þetta hefur þótt heldur ólíklegt hingað til en samt hafa ýmsir reynt, og nú tekist. Efnaferlið er í sjálfu sér ekki flókið, nema hvað einu frumefni er breytt í annað með því þriðja. Eitthvað sem talið var ómögulegt við aðrar aðstæður en í sólum eða stjörnusprengingum.

Vetnis prótónum er þrýst í nikkel með þeim afleiðingum að elektrónur nikkelsin mynda nevtrónur sem kjarni nikkelsins dregur að sér, losar elektrónurnar, og hækkar sætistöluna úr 28 í 29 og myndar kopar. Orkan sem losnar er gríðarleg. 

samruniAndstætt „hefðbundnum“ samruna myndar þessi kaldi samruni enga geislavirkni því nevtrónurnar fara sér hægt. Svo öruggt er þetta talið að NASA á sér þann draum að einhverntíma verði svona orkugjafi í öllum farartækjum og á hverju heimili. 

Stórvirkjanir heyra sögunni til ásamt raflögnum og þéttriðnu neti bensínstöðva. 

Orkan sem fæst úr grammi er 5,1 x 107 Wh/kg eða 50 MWh fyrir hvert kíló af hráefni. Í samanburði er Kárahnjúkavirkjun 690MW. Þetta mun samsvara 1.000 faldri orku bensíns og 10.000 faldri orku gass. Kolefnismengun engin né önnur efnamengun. Til verður reyndar kopar en þörfin fyrir hann í lagnir minnkar. [ kannski tekst mönnum að breyta koparnum í zink í næsta skrefi...]

Tæknin sem fundin er af Andrea Rossi er kölluð Energy Catalyzer ( E-Cat ) er enn á þróunarstigi en ef þessar niðurstöður eru réttar má búast við hraðri þróun í orkumálum heimsins og þá munu stíflur og virkjanir verða eins og risaeðlur á safni. Eftirspurn eftir olíu mun hrapa og torsóttar lindir verða ekki eftirsóknarverðar.

Sjá grein á ExtremeTech

Birt:
24. maí 2013
Höfundur:
Einar Bergmundur
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Kaldur samruni með 10.000 falda orku gass staðfestur“, Náttúran.is: 24. maí 2013 URL: http://nature.is/d/2013/05/24/kaldur-samruni-med-10000-falda-orku-gass-stadfestu/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: