SEEDS kynnir spennandi verkefni á Ítalíu fyrir ungt fólk
Hefur þú áhuga á að ferðast, kynnast nýrri menningu og láta gott af þér leiða? Sjálfboðaliðasamtökin SEEDS kynna spennandi verkefni á Ítalíu fyrir ungt fólk í samstarfi við ungmennaáætlun Evrópusambandsins (Youth in Action).
Þátttakendur fá hluta ferðakostnaðar endurgreiddan, auk þess sem þeim er séð fyrir fæði, húsnæði og skoðunarferðum á meðan að verkefninu stendur.
Dagna 21. - 29. júní næstkomandi mun SEEDS taka þátt í ungennaskiptum sem fara munu fram i Torre Pallavicina á Ítalíu. Þema þessa ungmennaskiptanna er nýsköpun, vöruþróun og framfarir í matvælaframleiðslu, einna helst í bændasamfélögum. Þátttakendur á aldrinum 18-25 ára munu koma saman í Lombardy héraðinu í norður Ítalíu og læra um nýsköpun og vöruþróun meðal ungra bænda á svæðinu, hitta talsmenn samtaka innan geirans auk þess að fá tækifæri til að kynna afurðir sinna eigin heimahaga. Þátttakendur munu ræða saman um landbúnað og matvælaframleiðslu í sínum heimalöndum og kynna þjóðlegan mat sinna landa.
SEEDS á frátekin 9 sæti í þessi ungmennaskipti en þátttakendur munu fá allt að 70% af ferðakostnaði endurgreiddan eftir heimkomu.
Athugið að mögulegt er að senda 1-2 þátttakendur á aldrinum 25-30 ára í þetta verkefni.
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í þessu verkefni kynntu þér þá málið á heimasíðu SEEDS:
www.seeds.is/ungmennaskipti-youth-exchange
Tekið er við fyrirspurnum og umsóknum á netfangið outgoing@seeds.is til 27. maí næstkomandi.
Birt:
Tilvitnun:
Anna Lúðvíksdóttir „SEEDS kynnir spennandi verkefni á Ítalíu fyrir ungt fólk“, Náttúran.is: 21. maí 2013 URL: http://nature.is/d/2013/05/20/seeds-kynnir-spennandi-verkefni-italiu-fyrir-ungt-/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. maí 2013