Börn bregðast mjög fljótt og vel við jurtalyfjum og þurfa því að neyta mun minna magns af jurtum en fullorðnir. Sumir kvarta um að jurtalyf séu bragðvond og því erfitt að koma þeim ofan í börn, en yfirleitt má með fortölum fá börn til að taka lyfin. Fullorðnir sætta sig fremur við sjúkdóma og vanheilsu, en börn hafa annað viðhvorf og taka því illa þegar þau eru veik og geta ekki leikið sér. Börn eru yfirleitt fús til að leggja mikið á sig ef þau geta með því móti komist til heilsu á ný og gjarnan eru það börnin sem minna foreldarana á að nú sé komið að því að taka inn lyfin. Erfiðara er að tala ungbörn til, af augljósum ástæðum, en þau þurfa svo litla skammta að auðvelt er að lauma lyfjum í mat og drykk. Ef barnið er á brjósti má gefa því jurtalyf, blönduð í batni, með skeið og oft nægir að móðirin taki sjálf inn jurtalyfin svo að barnið fái þau með móðurmjólkinni. Það á sérstaklega við um jurtir þar sem virku efnin eru í ilmolíu. Börn eru aldrei of ung til þess að taka inn mildar jurtir.

Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Jurtalyf handa börnum“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/jurtalyf-handa-brnum/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 22. mars 2013

Skilaboð: