Húðin er mikilvægt líffæri með margþætt hlutverk. Eitt helsta hlutverk hennar er að verja íkamann gegn ytri áhrifum. Hún ver líkamann gegn hvers kyns efnum sem annars gætu skaðað hann. Hún verndar hann einnig gegn örverum, m.a. með því a gefa frá sér efni sem eyða þeim, en einnig eru gerlar á húðinni sem eru hluti af náttúrulegri flóru líkamans. Þessir vinveittu gerlar gera öðrum örverum á húð okkar lífið erfitt.

Sþklalyf eru skaðleg vegna þess að auk þess að granda þeim sýkli sem þeim er beint gegn, eyða þau náttúrulegri flóru húðarinnar sem gerir það að verkum að skaðlegar örverur eiga greiðari leið að líkama okkar gegnum húðina. Sterkar sápur og ýmsar snyrtivörur eru ámóta skaðlegar og raska því viðkvæmu jafnvægi húðarinnar.

Húðin stuðlar að innra jafnvægi líkamans. Hún vinnur gegn vökvatapi og heldur í ýmis ssölt og lífræn efni sem líkaminn þarfnast. Húðin er ennfremur eitt þeirra fjögurra líffæra sem annast losun umframvökva og úrgangsefna úr líkamanum. Ef húðin nær af einherjum ástæðum ekki að gegna þessu hlutverki eykur það álag á ný ru, lungu og þarma. Húðin stýrir einnig að mestu leyti hita líkamsn. Ef líkaminn kólnar dragast æðar í húðinni saman þannig að líkaminn heldur fremur í hitann. Ef það nægir ekki eykst varmamyndun í líkamanum og vöðvarnir fara jafnvel að skjálfa sem hækkar líkamshitann. Ef hitastig í líkamanum hækkar um of víkka æðar í húðinni og vegna aukins blóðflæðis verður húðin rjóð. Ef þörf er á meiri kælingu taka svitakirtlarnir til við að þveita út svita og við uppgufun hans kólnar líkaminn.
Húðin engir okkur við umheiminn með snertingu. Þess er vert að geta að ysta lag húðarinnar á sér sama vefjafræðilega uppruna og taugakerfið. Það ætti því ekki að koma á óvart að húðin verður fyrir miklum áhrifum frá taugakerfinu og öfugt. Einkenni streitu koma því gjarnan fram í húðinni, sérstaklega ef heilbrigði hennar er ekki sem skyldi.

Í nútímalæknisfræði eru húðsjúkdómar flokkaðir eftir vefjafræðilegum breytingum sem verða í húðinni. Þessi flokkun sniðgengur að mestu leyti þær hugmyndir óhefðbundinna lækninga að húðsjúkdómar geti verið vísbending um innri röskun eða sjúkdóm.
Í fæstum tilvikum stafar vandi í húð eingöngu af utanaðkomandi þáttum og sjaldnast einskorðast hann við húðina. Dæmi um það eru þó áverkar, bruni, sólbruni og mar í húð.

Mun algengara er að húðsjúkdómar séu til komnir vegna innra ójafnvægis, s.s. sóríasis, alls kyns exem, kþli og gelgjubólur. Röskun á innra starfi líkamans sem rekja má til ytri áhrifa getur valdið húðsjúkdómum,t.d. ofnæmisútbrotum og sýkingu af völdum örvera eða sveppa.
Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Húðin“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/h/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. desember 2011

Skilaboð: