Best er að geyma jurtirnar í dökkum, lokuðum glerílátum eða glerjuðum leirílátum. Setjið jurtina í ílát um leið og þær eru orðnar vel þurrar, merkið ílátin greinilega og tilgreinið innihald og dagsetningu. Geymið ílátin á dimmum og köldum stað.

Jurtir geymast í tvö til þrjú ár ef rétt er með þær farið. Þær eru þá kraftmestar fyrsta árið eftir þurrkun, þannig að gott er að endurnýja þær árlega. Það á einkum við um ofanjarðarhluta plantna. Rót og börkur geymast betur og því þarf ekki að endurnýja þá hluta nema á tveggja til þriggja ára fresti.

Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Geymsla þurkkaðra jurta “, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/geymsla-urkkara-jurta/ [Skoðað:24. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007

Skilaboð: