Mígreni
Mígreni (heilakveisa) er alvarlegt, kvalafullt höfuðverkjakast. Oft fylgka sjóntruflarnir, ljósfælni, ógleði og uppköst. Mælt er með því að fólk leiti til sérfræðings áður en lækning er reynd með grösum
Orsakir mígrenis geta verið margar og oft stafar það af fæðuofnæmi. Því er mikilvægt að finna og útiloka allt slíkt Margar neysluvörur geta auk þess aukið líkur á mígrenikasti og má þar nefna svínakjöt, rækjur, súkkulaði, áfengi, kaffi, kakó, te, hvítan sykur, ger, sýrðan mat, mjólkurafurðir (einkum osta) og B-vítamín.
Varist að sofa frameftir á frídögum, það virðist oft ýta undir slæm höfuðverkjarköst hjá þeim sem þjást af mígreni, og stundið einvhers konar slökun á hverjum degi.
Jurtir geta komið að góðu haldi gegn mígreni, en þær þarf að taka daglega í langan tíma til þess að komast fyrir rót sjúkdómsins.
Jurtir gegn mígreni
Bólgueyðandi jurtir: t.d. víðir, mjaðurt, lakkrísrót og ginseng.
Jurtir sem styrkja taugar og æðar: t.d. hvítþyrnir, garðabrúða, kamilla, humall, hafrar, hjartafró og rósmarín.
Æðavíkkandi jurtir: t.d. úlfarunni, lofnarblóm og melasól.
Dæmi um jurtalyfjablöndu gegn mígreni
1 x víðir
1 x mjaðurt
1 x hjartafró
2 x úlfarunni
Orsakir mígrenis geta verið margar og oft stafar það af fæðuofnæmi. Því er mikilvægt að finna og útiloka allt slíkt Margar neysluvörur geta auk þess aukið líkur á mígrenikasti og má þar nefna svínakjöt, rækjur, súkkulaði, áfengi, kaffi, kakó, te, hvítan sykur, ger, sýrðan mat, mjólkurafurðir (einkum osta) og B-vítamín.
Varist að sofa frameftir á frídögum, það virðist oft ýta undir slæm höfuðverkjarköst hjá þeim sem þjást af mígreni, og stundið einvhers konar slökun á hverjum degi.
Jurtir geta komið að góðu haldi gegn mígreni, en þær þarf að taka daglega í langan tíma til þess að komast fyrir rót sjúkdómsins.
Jurtir gegn mígreni
Bólgueyðandi jurtir: t.d. víðir, mjaðurt, lakkrísrót og ginseng.
Jurtir sem styrkja taugar og æðar: t.d. hvítþyrnir, garðabrúða, kamilla, humall, hafrar, hjartafró og rósmarín.
Æðavíkkandi jurtir: t.d. úlfarunni, lofnarblóm og melasól.
Dæmi um jurtalyfjablöndu gegn mígreni
1 x víðir
1 x mjaðurt
1 x hjartafró
2 x úlfarunni
Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Mígreni“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/mgreni/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007