Frá fornu fari hafa böð mikið verið notuð í grasalækningum. Þau henta sérstaklega ungbörnum og fólki sem þolir illa að neyta jurtalyfja. Engiferböð eru góð í uððhafi kvefs og inflúensu og þau sveita út óhreinindum ír líkamanum og örva blóðrás. Lofnarblóm, hjartafró og garðabrúða eru heppilegar jurtir í kvöldböð fyrir fólk sem þjáist af miklum kláða í húð og svo mætti lengi telja.

Böð má útbúa á tvo vegu:

1.Útbúið sterkt te (1:5; eða seyði, eftir því hvaða plöntuhluti er notaður) og hellið því síðan í baðið. Einn lítra af tei þarf í meðlastórt baðkar.

2. Setjið jurtina sem nota á í bómullargrisju og látið heitt kranavatn renna gegnum grisjuna í baðið. Kælið síðan baðvatnið eftir þörfum og látið kalda vatnið einnig renna í gegnum grisjuna. Notið 150-200 g af jurtum í fullt bað. Þessa aðferð er einungis hægt að nota þegar útbúið er bað með laufblöðum, blómum og minni stönglum jurta því að rætur og harðgerða hluta plöntunnar þarf að sjóða til að ná virkum efnum úr þeim.

Hreinar jurtaolíur eru oft notaðar í böð. Sumar þeirra eru mjög ertandi og því nægir að setja fáeina dropa af hreinni jurtaolíu í baðið. Látið olíuna blandast baðvatninu vel áður en farið er ofan í baðið.

Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Böð“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/b/ [Skoðað:16. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007

Skilaboð: