Eyrnabólga
Eyrnabólga er bólga í miðeyra, oftast vegna gerla- eða veirusýkingar. Eyrnabólga getur orðið mjög alvarleg og oft eru sýklalyf eina ráðið við henni. Ef sýklalyf eru notuð í miklum mæli geta þau skaðað eyrun. Því er æskilegra að reyna jurtir og breytt mataræði sem lækningu, sérstaklega ef um þráláta eyrnabólgu er að ræða.
Fæðuofnæmi, oftast af völdum mjólkurvara, er mjög algengt hjá fólki sem haldið er þrálátri eyrnabólgu og á það einkum við um börn. Fólk með eyrnabólgu ætti einnig að forðast mikla sykurneyslu.
Jurtir gegn eyrnabólgu
Sþkladrepandi jurtir sem einnig styrkja ofnæmiskerfið: t.d. hvítlaukur, sólblómahattur, garðablóðberg, blóðberg og gulmaðra.
Jurtir sem minnka slímmyndun: t.d. selgresi, kattarminta, augnfró og sólblómahattur.
Dæmi um jurtalyfjablöndu gegn eyrnabólgu
2 x sólblómahattur
1 x kattarminta
1 x selgresi
1 x garðablóðberg
Eyrnadropar
Sacið tvö rif af hvítlauk í þunar sneiðar og setjið í pott. Hellið ólífu- eða möndluolíu yfir svo að olían rétt þeki hvítlaukssneiðarnar. Hitið olíuna með hvítlauknum við vægan hita uns olían byrjar að sjóða Takið þá pottinn af hellunni og látið standa í 10 mínutur með lokinu á. Hellið olíunni af hvítlauknum, kælið hana og geymið í lokuðu íláti.
Setjið einn dropa af volgri olíu í sjúka eyrað þrisvar til simm sinnum á dap. Einn dropi, einu sinni á dag, nægir oft, einkum ef meðferð hefst í byrjun sýkingar.
Ekki má setja eyrnadropa í eyrað nema hljóðhimnan sé heil. Látið því lækni ávallt skoða eyrun fyrst.
Fæðuofnæmi, oftast af völdum mjólkurvara, er mjög algengt hjá fólki sem haldið er þrálátri eyrnabólgu og á það einkum við um börn. Fólk með eyrnabólgu ætti einnig að forðast mikla sykurneyslu.
Jurtir gegn eyrnabólgu
Sþkladrepandi jurtir sem einnig styrkja ofnæmiskerfið: t.d. hvítlaukur, sólblómahattur, garðablóðberg, blóðberg og gulmaðra.
Jurtir sem minnka slímmyndun: t.d. selgresi, kattarminta, augnfró og sólblómahattur.
Dæmi um jurtalyfjablöndu gegn eyrnabólgu
2 x sólblómahattur
1 x kattarminta
1 x selgresi
1 x garðablóðberg
Eyrnadropar
Sacið tvö rif af hvítlauk í þunar sneiðar og setjið í pott. Hellið ólífu- eða möndluolíu yfir svo að olían rétt þeki hvítlaukssneiðarnar. Hitið olíuna með hvítlauknum við vægan hita uns olían byrjar að sjóða Takið þá pottinn af hellunni og látið standa í 10 mínutur með lokinu á. Hellið olíunni af hvítlauknum, kælið hana og geymið í lokuðu íláti.
Setjið einn dropa af volgri olíu í sjúka eyrað þrisvar til simm sinnum á dap. Einn dropi, einu sinni á dag, nægir oft, einkum ef meðferð hefst í byrjun sýkingar.
Ekki má setja eyrnadropa í eyrað nema hljóðhimnan sé heil. Látið því lækni ávallt skoða eyrun fyrst.
Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Eyrnabólga“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/eyrnablga/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. febrúar 2011