Munnur
Meltingin hefst í munninum og kvillar þar geta haft áhrif á alla meltinguna. Ef bólga er t.d. í slímhúð eða tannholdi getur fólki reynst erfitt að tyggja matinn nægilega vel og það eykur álag á maga. Tengsl eru milli heilbrigðis tannholds og slímhúðar í munni og heilbrigðis annarra hluta meltingarfæranna. Langvinn sár í munni benda oft á tíðum til þess að heilbrigði maga og annarra meltingarfæra sé ábótavant. Léleg tannhirða og rangt mataræði geta stuðlað að tannholdsbólgu og slímhúðarbólgu í munni.
Jurtir gegn bólgu og sýkingu í munni
Jurtir í munnskol
Bólgueyðandi jurtir: t.d. sólblómahattur, hvítlaukur myrrutré og garðablóðberg. Barkandi jurtir: t.d. ljónslappi, kornsúra, blágresi og burnirót.
Jurtir til inntöku
Styrkjandi og bólgueyðandi jurti: gulaðra, sólblómahattur, vallhumall, þrenningarfjóla og hvítlaukur.
Birt:
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Munnur“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/munnur/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007