Hár blóðþrýstingur (háþrýstingur) á sér í fæstum tilvikum augljósa skýringu og margt fólk sem þjáist af háum blóðþrýstingi verður alls ekki vart við sjúkdóminn. Blóðþrýstingurinn er ákvarðarður með tvíþættri mælingu sem gefur svokölluð efri og neðri mörk. Efri mörkin, slagþrýstingurinn, er það ástand sem ríkir í æðakerfinu þegar hjartað dælir blóðinu út í kerfið en neðri mörkin, þaný rþstingurinn, er þegar hjartavöðvinn er slakur og á að vera um þriðjungi lægri. Blóðþrýstingur er mældur í einingunni millímetrar kvikasilfurs og efri mörkin hjá heilbrigðum manni eru yfirleitt nálægt 120 mm en neðri mörkin eru nálægt 80. Hár blóðþrýstingur getur verið merki um hjarta- eða ný rnasjúkdóma og því er ítarleg læknisskoðun ávallt nauðsynleg ef blóðþrýstingur er óeðlilega hár.
Hár blóðþrýstingur stafar oft af streitu og eða æðakölkun en aðrar orsakir eru rangt mataræði, offita og þungun, sem getur valdið tímabundinni hækkun blóðþrýstings. Æðakölkun veldur því að æðarnar þrengjast og þær geta brostið vegna álagsins. Hún getur því leitt til hjartaáfalls, heilablóðfalls eða ný rnabilunar.
Hár blóðþrýstingur getur valdið hjartakveisu vegna þess aukna álags sem verður á hjartað.
Eins og fyrr var nefnt getur blóðþrýstingur hækkað án þess ða fólk geri sér grein fyrir því. Hækkunin getur þó valdið höfuðerkjarköstum, svima, hröðum hjartslætti og þreytu.
Rannsóknir hafa sýnt fram á að fólk sem þjáist af háum blóðþrýstingi getur oft náð stjórn á blóðþrýstingnum með því að stunda reglulega hugleiðslu af einhverju tagi og vinna gegn þeirri streitu sem herjar á það í daglegu lífi.

Mataræði

Notið lítið salt í matargerð og forðist feitar mjólkurafurðir, einkum í upphafi meðan reynt er að koma blóðþrýstingnum í eðlilegt horf. Sneiðið hjá mettaðri fitu í mat og matargerð og haldið kaffi- og tedrykkju í lágmarki. Fæða sem reynist vel gegn háum blóiðþrýstingi er m.a. hvítlaukur, blaðselja, vínber og bókhveiti. Borðið ikið af kornmeti, fersku grænmeti og ávöxtum.

Jurtir sem lækka blóðþrýsting:

Hvítþyrnir (ber), vallhumall, garðabrúða, úlfarunni, hvítlaukur og ginseng.

Of hár blóðþrýstingur getur oft valdið bjúg og er þá nauðsynlegt að hjálpa líkamanum að ræsa út þann vökva sem safnast hefur fyrir í vefjum líkamans. Þær jurtir sem best eru til þess fallnar eru túnfífill og vallhumall.

Dæmi um jartalyfjablöndu gegn háum blóðþrýstingi
2 x vallhumall
2 x úlfarunni
1 x hvítþyrnir (ber)
1 x garðabrúða

Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Hár blóðþrýstingur“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/hr-blrstingur/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 25. júní 2011

Skilaboð: