Grasalæknar beita mismunandi aðferðum til þess að meta hæfilegar skammtastærðir fyrir börn. Bæði eru börn misjöfn að hreysti og þoli og einni eru þau misstór eftir aldri.
Oft er sú aðferð notuð að miða skammtastærðina við aldur barnsins, eins og hér er sýnt.

Aldur í árum / Aldur í árum +10 = hluti af fullorðinsskammti

Og því verður skammtur fyrir 5 ára gamalt barn:

5 / 5 + 10 = 5/15 = 1/3 hluti af fullorðinsskammti

Skammtastærðir fyrir ungbörn eru:
0-6 mánaða = 1/20 af fullorðinsskammti
6 mánaða til 2ja ára = 1/10 af fullorðinsskammti

Fullorðinsskammtur af urtaveig er yfirleitt 5 ml þrisvar á dag. Í hverjum millilítra eru 20 dropar, svo að fullorðinsskammtur er 100 dropast þrisvar á dag. Fullorðinsskammtur af te eða seyði er yfirleitt ½ -1 dl þrisvar á dag.
Ef barn er óvenju stórt eða þungt eftir aldrei er óhætt að stækka skammtinn um 50%, þannig að ef td. Þriggja mánaða gamalt barn er mjög stórt má gefa því 7-8 dropa þrisvar ád ag.
Þótt mörgum mismunandi jurtum sé blandað saman stækkar skammturinn ekki, hvorki fyrir börn né fullorðna, heldur er jurtunum fyrst blandað saman, síðan verður skammturinn eins og að ofan greinir.

Dæmi um jurtalyfjablöndu gegn eyrnabólgu handa 3ja mánaða barni

Kamilluurtaveig 10 ml
Kattarmintuurtaveig 10 ml
Sólblómahattsurtaveig 5 ml

Alls = 25 ml

Skammturinn er síðan 5-7 dropar þrisvar á dag, gefinn eftir máltíð. Sama máli gegnir um tejurtablöndur nema hvað skammtur af tei er alltaf stærri.

Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Skammtastærð“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/skammtastr1/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007

Skilaboð: