Innkirtlakerfið
Innkirtlakerfið er nátengt taugakerfinu og ásamt því viðheldur það jafnvægi í líkamanum. Starf innkirtlanna byggist á hormónum sem bera efnaboð um líkamann. Orðið hormón er komið úr grísku og merkir að vekja eða að örva. Hvert hormón örvar yfirleitt eitt tiltekið líffæri sem kallast marklíffæri þess. Hormón stýra margvíslegri starfsemi í líkamanum s.s. vexti, efnaskiptum, líkamsýroska, salt- og vökvajafnvægi, nýtingu næringarefna og efnasamsetningu blóðs. Ásamt taugakerfinu stýr hormón viðbrögðum líkamans við streitu og þau eru nauðsynleg fyrir æxlun. Framleiðslu hhormóna er í mörgum tilvikum stjórnað með svokallaðri afturvirkri stjórn þannig að ef of mikið er af einhverju hormóni í blóðinu minnkar framleiðsla þess sjálfkrafa þar til jafnvægi hefur náðst á ný .
Meginkitlar líkamans og áhrif þeirra
• Undirstúka heila: stýrir hluta sjálfvirka taugakerfisisns, sumum öðrum innkirtlum og margs konar líkamsstafsemi.
• Heildingull (oft nefndur yfirkirtill innkirtlakerfisins): seytir m.a. hormóni sem örvar framleiðslu hormóna í öðrum innkirtlum.
• Skjaldkirtill stýrir efnaskiptum líkamans og á þátt í að viðhalda kalkjafnvægi í blóði.
• Kalkkirtlar: eiga þátt í að stjórna jafnvægi kalks í blóði.
• Briskirtill: stýrir sykurjafnvægi blóðs.
• Nýrnahettur: hafa víðtæk áhrif í líkamanum, vinna gegn streitu, auk sykur í blóði og hafa áhrif á jafnvægi í efnaskiptum í líkamanum.
• Kynkirtlar: mynda kynhormón og kynfrumur.
Ýmis sjúkdómar herja á innkirtlakerfið og margar orsakir geta verið fyrir þeim, allt frá ytri orsökum, s..s streitu, til flókinna erfðaþátta. Einkenni sjúkdóms í innkirtlum geta einnig verið margs konar og nauðsynlegt er að fá rétt sjúkdómsgreiningu áður en lækning er reynd með jurtum. Hér að framan kom fram að starfsemi innkirtlakerfis er mjög flókin og sjúkdómar þess eru ætíð vandmeðfarnir. Hér verður einungis litið á þá kvilla sem jurtir geta unnið á. Oft eru bitrar og blóðhreinsandi jurtir notaðar í meðferð innkirtlasjúkdóma og stöku sinnum koma sérstakar jurtir að gagni við ákveðnum sjúkdómi í tilteknu líffæri. Mikilvægt er að borða hollan mat og forðast alla streitu þegar um sjúkdóma í innkirtlum er að ræða.
Meginkitlar líkamans og áhrif þeirra
• Undirstúka heila: stýrir hluta sjálfvirka taugakerfisisns, sumum öðrum innkirtlum og margs konar líkamsstafsemi.
• Heildingull (oft nefndur yfirkirtill innkirtlakerfisins): seytir m.a. hormóni sem örvar framleiðslu hormóna í öðrum innkirtlum.
• Skjaldkirtill stýrir efnaskiptum líkamans og á þátt í að viðhalda kalkjafnvægi í blóði.
• Kalkkirtlar: eiga þátt í að stjórna jafnvægi kalks í blóði.
• Briskirtill: stýrir sykurjafnvægi blóðs.
• Nýrnahettur: hafa víðtæk áhrif í líkamanum, vinna gegn streitu, auk sykur í blóði og hafa áhrif á jafnvægi í efnaskiptum í líkamanum.
• Kynkirtlar: mynda kynhormón og kynfrumur.
Ýmis sjúkdómar herja á innkirtlakerfið og margar orsakir geta verið fyrir þeim, allt frá ytri orsökum, s..s streitu, til flókinna erfðaþátta. Einkenni sjúkdóms í innkirtlum geta einnig verið margs konar og nauðsynlegt er að fá rétt sjúkdómsgreiningu áður en lækning er reynd með jurtum. Hér að framan kom fram að starfsemi innkirtlakerfis er mjög flókin og sjúkdómar þess eru ætíð vandmeðfarnir. Hér verður einungis litið á þá kvilla sem jurtir geta unnið á. Oft eru bitrar og blóðhreinsandi jurtir notaðar í meðferð innkirtlasjúkdóma og stöku sinnum koma sérstakar jurtir að gagni við ákveðnum sjúkdómi í tilteknu líffæri. Mikilvægt er að borða hollan mat og forðast alla streitu þegar um sjúkdóma í innkirtlum er að ræða.
Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Innkirtlakerfið“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/innkirtlakerfi/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007