Meltingarfærin
Meltingarvegurinn er 5-6 metra langur frá munni að endaþarmsopi.
Hann er misgildur og skiptist í ólík líffæri með sérhæfð starfsemi Meltingarveginum tilheyra munnur, kok, vélind, magi, smáþarmar, sem skiptast í botnlanga, ristil og endaþarm. Önnur líffæri sem tengjast meltingarfærunum vegna framleiðlsu þeirra á meltingarvökva eru munnvatnskirtlar, lifur og bris. Meltingarvegurinn er að innanverðu þakinn slímhúð sem í sumum líffærum gefur frá sér meltingarvökva er tekur þátt í að brjóta niður fæðuna. Í meltingarfærum eru vöðvalög hring- og langvöðva. Þeir valda reglulegum samdráttarbylgjum í menltingarfærunum og færa fæðuna úr stað. Samhæfing vöðva, kirtla og flæðis meltingarvökva lþtur stjórn taugakerfisins sem eykur m.a. blóðstreymi til meltingarfæra þegar melting á sér stað. Þegar streita hrjáir fólk minnkar blóðfæði til meltingarfæra en eykst til vöðva með þeim afleiðingum að fæðan meltist síður og næringarefnin ný tist að sama skapi verr. Taugakerfið stjórnar einnig framleiðslu á saltsýru í maganum og við álag og streitu eykst framleiðsl hennar sem getur þá valdið magasári og sári í skeifugörn.
Kvillar í meltingarfærum eru mjög algengir á Vesturlöndum og þarf það engan að undra.. Fólk í velmegunarþjóðfélögum borðar oft á tíðum lélega fæðu, oft á hlaupum og er jafnvel nartandi allan daginn. Slíkt skaðar meltingarfærin því að það stuðlar að stöðugri framleiðslu sterkra meltingarvökva svo að slímhúðin bíður skaða af. Streita á einnig ríkan þátt í að raska starfi meltingarfæra. Eins og fyrr segir eru náin tengsl milli taugakerfis og meltingarfæra og streita hefur mjög neikvæð áhrif á þau.
Flesta algenga meltingarkvilla og –sjúkdóma má forðast með réttu mataræðin og hvíld. Borðið reglulega og forðist miklar máltíðir. Borðið hvorki of heitan né of kaldan mat og borðið ávallt hollan mat. Forðist streitu og reynið að slaka á í matmálstímum. Forðist allt óhóf í áfengisneyslu og munið að reykingar valdi aukinni sýrumyndun í maga.
Jurtir sem notaðar eru gegn meltingarkvillum og –sjúkdómum eru fjölmargar og þeir meltingarsjúkdómar eru fáir sem þær hafa ekki áhrif á.
Birt:
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Meltingarfærin“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/meltingarfrin/ [Skoðað:22. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007