Ofvirk nýru
Talað er um að ný run séu ofvirk þegar fólk þarf að kasta af sér þvagi óeðlilega oft og vaknar jafnvel á nóttunni til þess. Fólk sem er með ofvirk ný ru þjáist oft jafnframt af hárlosi. Orsakir þess konar óreglu í ný runum geta verið margar. Oft er um að ræða minni háttar sýkingu í ný rum sem vinna má bug á með bólgu- og sýklaeyðandi jurtum, t.d. sólblómahatti. Sumt af því sem fólk lætur ofan í sig, t.d. sterkt krydd, ostar, kaffi, te og áfengi, örvar ný run um of og oft er nóg fyrir fólk að gera nokkurra vikna hlé á neyslu þess til þess að hvíla ný run. Sþklalyf örva ný run og geta valdið langtíma ofvirkni. Því er gott að taka inn styrkjandi og kælandi jurtir jafnhliða sýklalyfjum. Tíð þvaglát stafa oft af mikilli vökvaneyslu. Mikil neysla á einstökum drykkjum er oft á tíðum ávani og algjörlega þarflaus nema þegar um ný rnasteina er að ræða.
Jurtir gegn ofvirkum ný rum
Kælandi og styrkjandi jurtir: t.d. klóelfting, birki og gulmaðra.
Sþkla og bólgueyðandi jurtir: t.d. sólblómahatur, hvítlaukur, beitilyng, einir, græðisúra, aðalbláberjalyng og sortulyng. Gott er að nota samtímis jurtir úr báðum flokkunum.
Jurtir gegn ofvirkum ný rum
Kælandi og styrkjandi jurtir: t.d. klóelfting, birki og gulmaðra.
Sþkla og bólgueyðandi jurtir: t.d. sólblómahatur, hvítlaukur, beitilyng, einir, græðisúra, aðalbláberjalyng og sortulyng. Gott er að nota samtímis jurtir úr báðum flokkunum.
Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Ofvirk nýru“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/ofvirk-nru/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007