Góður svefn er nauðsynlegur fyrir andlegt og líkammlegt heilbrigði fólks. Fátt raskar janvægi fólks jafnmikið og svefnleysi. Undirrót svefnleysis getur verið margvísleg. Svefný örf fólks minnkar yfirleitt þegar það eldist og einnig hafa hormónabreytingar, t.d. hjá konum um tíðahvörf, mikil áhrif á svefninn. Líkamleg vanlíðan getur haldið vöku fyrir fólki og einnig getur ofát og koffínneysla truflað svefn. Algengasta orsök svefnleysis er þó líklega samtvinnuð streita, áhyggjur og kvíði.
Svefnleysi getur verið margs konar. Sumir eiga í erfiðleikum með að sofna á kvöldin, aðrir eiga það til að vakna oft á nóttunni og enn aðrir vakna eldsnemma á morgnana og geta ekki sofnað aftur.
Besta ráðið við svefnleysi er að slaka á og útiloka áhyggjur dagsins oft á tíðum er góður nætursvefn forsenda þess að unnt sé að leysa þau vandamál sem við er að etja. Hitt er svo annað mál að erfitt getur reynst að vinna bug á svefnleysi.
Forðist að borða og drekka seint á kvöldin og farið í rösklega göngu áður en lagst er til hvíldar, því að það styrkir bæði huga og líkama.

Jurtir gegn svefnleysi

Róandi jurtir: t.d. vallhumall, beitilyng, kamilla, freyjubrá, garðabrúða, melasól, humall, lofnarblóm og járnurt.
Styrkjandi jurtir: t.d. túnfífill (rót), ginseng, jónsmessurunni og hafrar.
Gott er að nota hvítþyrni með öðrum jurtum við svefnörðugleikum ef fólk á við veilt hjarta að stríða.

Dæmi um jurtalyfjablöndu við svefnörðugleikum

1 x vallhumall
1 x kamilla
1 x lofnarblóm
1 x garðabrúða

Takið jurtalyfjablönduna inn þrisvar á dag í 2-3 vikur, síðan einu sinni til tvisvar á dag eftir það.

Dæmi um jurtalyfjablönduna við svefnörðugleikum við tíðahvörf

1 x humall
1 x lofnarblóm
1 x túnfífill (rót)

Takið jurtalyfjablönduna inn þrisvar á dag í 2ö3 vikur, síðan ætti að nægja að taka hana inn einu sinni á dag, stuttu eftir kvöldmat.
Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Svefnleysi“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/svefnleysi/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007

Skilaboð: