Sár í meltingarfærum geta myndast í kjölfar langvinnrar magabólgu og ýmissa alvarlegra sjúkdóma. Þau geta einnig myndast vegna slæmra matarvenja, reykinga, tiltekinna lyfja og streitu. Hvers svo sem orsökin er geta sár í meltingarvegi valdið miklum verkjum og orðið alvarleg, einkum ef þau gróa seint og illa.

Verkur frá magasári er jafnan mestur þegar borðað er og er jafnan minni að nóttu en degi. Verkur frá sári í skeifugörn lagast hins vegar yfirleitt þegar borðað er en er verstur að nóttu til. Lækning með jurtum er ó í báðum tilvikum hin sama og er eins og á magabólgu. Hafa ber í huga ða sjúkdómseinkenni sára í meltingarvegi hverfa mjög fljótt við jurtameðferð, en þá er lækningin einungis rétt að hefjast. Haldið því réttum matarvenjum og takið jurtalyfin inn í að minnsta kosti þrjá mánuði til þess að varna því að sárin taki sig upp aftur.

Dæmi um jurtalyfjablöndu gegn meltingarsárum

2 x fjallagrös

1 x mjaðurt

2x lakkrísrót

1 x morgunfrú

1 x kamilla

Gott er að blanda regnálmsberki í mjólk eða vatn og taka nokkrar teskeiðar í senn þegar þörf er á með jurtalyfjablönduninni.

Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Maga- og skeifugarnarsár “, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/maga-og-skeifugarnarsr/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007

Skilaboð: