Gelgjubólur
Gelgjubólur eru algengur kvilli sem herjar á meirihluta ungs fólks á gelgjuskeiði. Oftast hverfa bólurnar þegar jafnvægi kemst á hormónastarfsemi líkamans, eða um tvítugt, en í einstaka tilvikum verða gelgjubólur að langvinnum kvilla sem helst langt fram eftir aldri. Gelgjubólur koma fyrst í ljós um kyný roskaskeið þegar framleiðsla á karlhormónum eykst hjá báðum kynjum. Karlhormón örva fitumyndun húðarinnar sem veldur því að gerlar sejtast þar að og orsaka gelgjubólurnar. Gelgjubólur eru algengari meðal ungra karla en kvenna, en þær koma einkum fram hjá konum fyrir og um blæðingar.
Ýmis hormónalyf geta þtt undir gelgjubólur og einnig lyf sem notuð eru gegn flogaveiki. Sjúkdómar í innkirtlum pg aðrir sjúkdómar sem hafa áhrif á hormónajafnvægi líkamans geta einnig valdið gelgjubólum.
Eins og áður hefur veirð minnst á skiptir mataræði miklu máli við meðferð gegn húðsjúkdómum. Fólk með gelgjubólur ætti að forðast alan feitan mat, sykur og mjólkurmat, einkum osta. Forðist einnig kaffi, áfengi og allsem inniheldur mikið af joði, t.d. skelfisk, svínakjöt og bóluþang. Ýmis vítamín og steinefni eru talin hjálpa gegn gelgjubólum og má þar einkum nefna A-, C- og E-vítamín og sink.
Jurtir gegn gelgjubólum
Jurtir sem eyða örverum og örva ónæmiskerfi líkamans, t.d. sólblómahattur, myrrutré og hvítlaukur.
Blóðhreinsandi jurtir: t.d. gulmaðra, köldugras, rauðsmári og þrenningarfjóla.
Jurtir sem koma jafnvægi á hormónastarfsemi: t.d. munkapipar og lyfjasalvía sem er sérlega góð gegn gelgjbólum hjá ungum konum.
Dæmi um jurtalyfjablöndu gegn gelgjubólum
2 x gulmaðra
1 x rauðsmári
1 x sólblomahattur
Með þessari lyfjablöndu er gott að nota annað hvort munkapipar eða lyfjasalvíu gegn hormonatruflunum.
Notið aldrei sterkar sápur eða efni á húðina.
Ýmis hormónalyf geta þtt undir gelgjubólur og einnig lyf sem notuð eru gegn flogaveiki. Sjúkdómar í innkirtlum pg aðrir sjúkdómar sem hafa áhrif á hormónajafnvægi líkamans geta einnig valdið gelgjubólum.
Eins og áður hefur veirð minnst á skiptir mataræði miklu máli við meðferð gegn húðsjúkdómum. Fólk með gelgjubólur ætti að forðast alan feitan mat, sykur og mjólkurmat, einkum osta. Forðist einnig kaffi, áfengi og allsem inniheldur mikið af joði, t.d. skelfisk, svínakjöt og bóluþang. Ýmis vítamín og steinefni eru talin hjálpa gegn gelgjubólum og má þar einkum nefna A-, C- og E-vítamín og sink.
Jurtir gegn gelgjubólum
Jurtir sem eyða örverum og örva ónæmiskerfi líkamans, t.d. sólblómahattur, myrrutré og hvítlaukur.
Blóðhreinsandi jurtir: t.d. gulmaðra, köldugras, rauðsmári og þrenningarfjóla.
Jurtir sem koma jafnvægi á hormónastarfsemi: t.d. munkapipar og lyfjasalvía sem er sérlega góð gegn gelgjbólum hjá ungum konum.
Dæmi um jurtalyfjablöndu gegn gelgjubólum
2 x gulmaðra
1 x rauðsmári
1 x sólblomahattur
Með þessari lyfjablöndu er gott að nota annað hvort munkapipar eða lyfjasalvíu gegn hormonatruflunum.
Notið aldrei sterkar sápur eða efni á húðina.
Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Gelgjubólur“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/gelgjublur/ [Skoðað:22. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007