Blóðsykurskortur
Lítils háttar blóðsykurskortur er mjög algengur, en því miður vilja nútímalæknavísindi ógjarnan viðurkenna líkan kvilla. Fólk sem þjáist af of litlum blóðsykri er oft mjög þreytt og jafnvel þunglynt. Verst er líðanin tveimur til þremur tímum eftir máltíð og lýsir sér með skyndilegu hungri og skapstyggð. Orsakir blóðsykurskorts geta verið margar. Efnaskipti líkamans geta hafa raskast eða trufln er á myndun brishormóna.
Meðferð langvarandi blóðsykurskorts er einkum fólgin í réttu mataræði. Nauðsynlegt er að borða oft og lítið í einu og forðast allan sætan mat, sykur, hvítt hveiti, te, kaffi og áfengi. Borðið aldrei meira en einn ávöxt í einu og þynnið sætan ávaxtasafa með vatni. Nauðsynlegt er að borða prótínríka fæðu á morgnana og einnig fyrir svefn. Einnig er gott að borða prótínauðuga fæðu á tveggja til þriggja tíma fresti allan daginn, t.d. litla dós af jógúrt eða nokkrar hnetur. Gætið þess að nægilegt kalk sé í fæðunni, svo og C-, E- og B-vítamín. Borðið einungis hollan, ferskan og helst heimalagaðan mat.
Jurtir gegn langvarandi litlum blóðsykri eru einkum bitrar jurtir og næringarríkar jurtir, t.d. kamilla, sóldögg, fjallagrös, túnfífill (rót), piparminta, djöflakló og regnálmur.
Lakkrísrót er einnig mjög góð með öðrum jurtum, bæði er hún mjög sæt á bragðið án þess að auka blóðsykur um of og einnit styrkir hún brisið.
Meðferð langvarandi blóðsykurskorts er einkum fólgin í réttu mataræði. Nauðsynlegt er að borða oft og lítið í einu og forðast allan sætan mat, sykur, hvítt hveiti, te, kaffi og áfengi. Borðið aldrei meira en einn ávöxt í einu og þynnið sætan ávaxtasafa með vatni. Nauðsynlegt er að borða prótínríka fæðu á morgnana og einnig fyrir svefn. Einnig er gott að borða prótínauðuga fæðu á tveggja til þriggja tíma fresti allan daginn, t.d. litla dós af jógúrt eða nokkrar hnetur. Gætið þess að nægilegt kalk sé í fæðunni, svo og C-, E- og B-vítamín. Borðið einungis hollan, ferskan og helst heimalagaðan mat.
Jurtir gegn langvarandi litlum blóðsykri eru einkum bitrar jurtir og næringarríkar jurtir, t.d. kamilla, sóldögg, fjallagrös, túnfífill (rót), piparminta, djöflakló og regnálmur.
Lakkrísrót er einnig mjög góð með öðrum jurtum, bæði er hún mjög sæt á bragðið án þess að auka blóðsykur um of og einnit styrkir hún brisið.
Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Blóðsykurskortur“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/blsykurskortur/ [Skoðað:22. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007