Lifur og gallblaðra
Lifrin er stærsti kirtill líkamans og tengist beint eða óbeint allri líkamsstarfseminni. Lifrin framleiðir gall em er nauðsynlegt við meltingu fitu. Hún tekur við ýmsum umframnæringarefnum og vítamínum úr blóðinu og geymir þau eða kemur þeim fyrir í geymslu annars staðar í likamanum. Lifrin breytir glúkósa í glþkogen og geymir þegar blóðsykur verður of mikill og leysir það síðan út í blóðið þegar blóðsykurinn minnkar. Lifrin stýrir þannig sykurjafnvægi í blóðinu. Lifrin gegnir einnig mikilvægu hlutverki í efnaskiptum prótína, fitu og sykra og hún myndar mjög óbundin prótín í blóðvökva. Ennfremur afeitrar hún og eyðir mörgum lyfjum og eiturefnum í líkamanum.
Lifrin er undir stöðugu álagi , og fremur nú en fyrr á tímum, vegna aukinnar streitu og einnig vegna hvers kyns aukaefna í mat, vaxandi áfengis og kaffineyslu og neyslu á sterkum lyfjum sem lifrin þarf að eyða. Allir sjúkdómar í líkamanum valda aukna alagi á lifrina og sjúkdómar og vanvirkni í lifur valda kvillum annars staðar í líkamanum.
Margar lifrarstyrkjandi jurtir eru til í náttúrunni og í flestum uppskriftum að fornum elexírum eða ódáinsveigum voru einhverjr slíkar jurtir. Elexírar voru drukknir á vorin til þess að hreinsa líkamann eftir veturinn. Matur varyfirleitt óhollari á veturna og einnig herjuðu sjúkdómar fremur á fólk á þeim árstíma. Fólk sem drukkið hefur mikið kaffi eða áfengi og fólk sem glímt hefur við erfiða sjúkdóma og verið á strangri lyfjagjöf ætti ávallt að taka inn lifrarstyrkjandi jurtir í einhvern tíma. Einnig er gott að taka þær inn með öðrum jurtum ef fólk á við langvinna sjúkdóma eða sýkingu að stríða.
Jurtir sem styrkja lifrina Túnfífill (rót), lifrarjurt, hrafnaklukka, vatnsarfagras, undafífill, mýrasóley, túnsúra, njóli, títa og járnurt.
Mataræði sem styrkir lifur og gallblöðru Ef fólk þjáist af kvillum í lifur eða gallblöðru er nauðsynlegt að borða hollan mat til þess að minnka allt aukaálag á þessi líffæri. Forðist allan steiktan mat, feitan mat, áfengi, kaffi, te og öll aukaefni í mat. Neytið fersks og heimatilbúins matar og drekkið heimatilbúinn sítrónudrykk og ferskan grænmetis - og ávaxtasafa.
Sítrónudrykkur Pressið safann úr hálfri sítrónu og setjið út í rúmlega hálft glas af vatni. Setjið 1/2 -1 msk af hlynsíropi og hnífsodd af kajennpipar út í drykkinn.
Birt:
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Lifur og gallblaðra“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/lifur-og-gallblara/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 6. apríl 2010