Æðakölkun
Æðakölkun felst í þykknum og hörðnun slagæðaveggja. Æðakölkun er eðlilegur þáttur í hrörnun fólks þegar það eldist. Fituhrörnun er hins vegar þegar slagæðar þykkna vegna fitulags sem sest innan á veggi þeirra. Fituhrörnun leiðir yfirliett til æðakölkunar.
Æðakölkun getur orðið hvar sem er í líkamanum og sjúkdómseinkennin geta verið margs konar. Kölkun í slagæðum ný rna getur leitt til hækkaðs blóðþrýstings, æðakölkun í heila getur leitt til ótímabærrar ellihrörnunar, kölkun í kransæðum getur leitt til hjartakveisu og jafnvel hjartaáfalls. Slagæðar í fótleggjum kalka stundum illa og leiðir það til þess að fótvöðvar fá ónóga næringu og súrefni. Fólk fær þá vöðvakrampa við hvers kyns áreynslu.
Sjúkdómar sem geta leitt til æðakölkunar eru m.a. sykursýki, langvarandi hár blóðþrýstingur og skjalfkirtilssjúkdómar. Aðrir áhættuþættir eru m.a. reykingar, mikil áfengisneysla og mikil neysla dýrafitu, neysla hvíts sykurs og koffíndrykkja, s.s. te- og kaffidrykkja.
Offita og hreyfingarleysi geta einnig stuðlað að æðakölkun. Rétt mataræði skiptir miklu máli í meðferð æðakölkunar. Notið grænmetis- og jurtaolíur eða smjörlíki í matargerð og takið inn lýsi. Sojalesitín ásamt B6 vítamíni er talið geta dregið úr æðakölkun.
Fæðutegundir sem eru taldar koma að gagni gegn æðakölkun eru m.a. sítrónur, epli, bláber, kál, gulrætur, sojabaunir, sólblómafræ, vætukarsi, valhnetur, bókhveiti, laukur og síðast en ekki síst hvítlaukur. Hvítlaukurinn leysir upp fitudreggjar af veggjum æða og ætti þí að vera hltui daglegrar fæðu fólks sem þjáist af æðakölkun.
Jurtir gegn æðakölkun
Æðavíkkandi jurtir: t.d. hvítþyrnir (ber), úlfarunni, vallhumall, hvítlaukur, garðabrúða og musteristré.
Jurtir sem styrkja æðar : t.d. birki, klóelfting, mjaðurt, brenninetla og ginseng. Jurtir sem örvablóðflæði til útlima: t.d. rósmarín og engiferjurt.
Dæmi um jurtalyfjablöndu gegn æðakölkun
1 x vallhumall
1 x úlfarunni
1 x klóelfting
1 x rósmarín
Æðakölkun getur orðið hvar sem er í líkamanum og sjúkdómseinkennin geta verið margs konar. Kölkun í slagæðum ný rna getur leitt til hækkaðs blóðþrýstings, æðakölkun í heila getur leitt til ótímabærrar ellihrörnunar, kölkun í kransæðum getur leitt til hjartakveisu og jafnvel hjartaáfalls. Slagæðar í fótleggjum kalka stundum illa og leiðir það til þess að fótvöðvar fá ónóga næringu og súrefni. Fólk fær þá vöðvakrampa við hvers kyns áreynslu.
Sjúkdómar sem geta leitt til æðakölkunar eru m.a. sykursýki, langvarandi hár blóðþrýstingur og skjalfkirtilssjúkdómar. Aðrir áhættuþættir eru m.a. reykingar, mikil áfengisneysla og mikil neysla dýrafitu, neysla hvíts sykurs og koffíndrykkja, s.s. te- og kaffidrykkja.
Offita og hreyfingarleysi geta einnig stuðlað að æðakölkun. Rétt mataræði skiptir miklu máli í meðferð æðakölkunar. Notið grænmetis- og jurtaolíur eða smjörlíki í matargerð og takið inn lýsi. Sojalesitín ásamt B6 vítamíni er talið geta dregið úr æðakölkun.
Fæðutegundir sem eru taldar koma að gagni gegn æðakölkun eru m.a. sítrónur, epli, bláber, kál, gulrætur, sojabaunir, sólblómafræ, vætukarsi, valhnetur, bókhveiti, laukur og síðast en ekki síst hvítlaukur. Hvítlaukurinn leysir upp fitudreggjar af veggjum æða og ætti þí að vera hltui daglegrar fæðu fólks sem þjáist af æðakölkun.
Jurtir gegn æðakölkun
Æðavíkkandi jurtir: t.d. hvítþyrnir (ber), úlfarunni, vallhumall, hvítlaukur, garðabrúða og musteristré.
Jurtir sem styrkja æðar : t.d. birki, klóelfting, mjaðurt, brenninetla og ginseng. Jurtir sem örvablóðflæði til útlima: t.d. rósmarín og engiferjurt.
Dæmi um jurtalyfjablöndu gegn æðakölkun
1 x vallhumall
1 x úlfarunni
1 x klóelfting
1 x rósmarín
Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Æðakölkun“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/aklkun/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 15. mars 2011