Þunglyndi er alvarlegur og þungbær sjúkdómur og oft er það fylgikvilli annarra veikinda, líkamlegra eða andlegra.
Ýmsar jurtir geta sannanlega komið að gagni, en nauðsynlegt er fyrir fólk sem þjáist af þunglyndi að fá reglulega ráðgjöf til þess að öðlast betri skilning á ástandi sínu og orsökum þunglyndisins.
Reglulegar líkamsæfingar eru vænlegar til árangurs vegna þess hve góð áhrif hreyfing hefur á taugakerfið.
Borðið holla og góða fæðu og forðist allan mat og drykk sem inniheldur koffín. Ráðlegt er að taka inn samsett B-vítamín því að þau styrkja taugakerfið.

Jurtir gegn þunglyndi

Jurtir sem strkja taugakerfið: t.d. hafrar, ginseng, kamilla, hjartafró, hjólkróna, jónsmessurunni og járnurt.
Lifrarstyrkjandi jurtir: t.d. túnfífill (rót) og mýrasoley.
Bitrar jurtir sem örva meltingu og upptöku næringarefna úr fæðunni: t.d. hrafnaklukka og vatnsarfagras.


Dæmi um jurtalyfjablöndu við þunglyndi

1 x ginseng
2 x kamilla
2 x hjólkróna
2 x mýrasóley
1 x vatnsarfagras

Útbúið te eða urtaveig og takið inn þrisvar á dag, hálftíma fyrir mat.
Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Þunglyndi“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/unglyndi/ [Skoðað:26. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007

Skilaboð: