Kíghósti er ólíkur öllum öðrum hósta, einna líkastur snöggu gelti þar sem djúpt innsog fylgir strax á eftir. Best er að byrja meðhöndlun um leið og barnið tekur að hósta. Gefið barninu urtaveig af sólblómahatti í volgu vatni ásamt hunangi milli hóstahviða. Pressið hvítlauk og blandið safanaum í þykkt smyrsl. Nuddið síðan smyrslinu á iljar barnsins og klæðið það í bómullarsokka. Þvoið smyrslið af ef iljarnar roðna, hvílið húðina og endurtakið síðan allt aftur. Gætið þess að brenna ekki húðina, því að hvítlaukur er mjög sterkur. Reynið að fá barnið til að borða hvítlauk milli hóstahviða. Ef það gengur illa má fela hvítlaukinn í hunangi, sem er mjög mýkjandi fyrir hálsinn. Útbúið te af lakkrísrót, hóffífli og garðablóðbergi og gefið barninu 1-2 msk á klukkutíma fresti.
Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Kíghósti“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/kghsti/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 11. október 2010

Skilaboð: