Mataræði ungbarna
Algengt er að fyrsta fæðu sem barni er gefin sé ýmiss konar krukku eða pakkamatur. Tilbúinn matur inniheldur flest næringarefni og það er mjög fljótlegt og einfalt að nota hann. Hann er hins vegar mjög líflaus fæða og börn sem venjast á slíkt fæði verða yfirleitt matvönd þegar þau síðar meir eiga að borða heimatilbúinn mat og ferskar fæðutegundir.
Ungbörn eru yfirleitt sólgin í stappaða banana og lárperur (avókadó). Soðnar, skrældar kartöflur eru einnig mjúk og góð fæða fyrir byrjendur, svo og flest soðið grænmeti. Sjóðið grænmeti alltaf í litlu vatni eða gufusjóðið það. Gott er að sjóða grænmeti sem inniheldur mikið af oxalsýru, s.s. hvítkál, spergilkál, blómkál og spínat, í vatni blönduðu með kúamjólk eða geitamjólk til þess að hlutleysa sýruna.
Hafra-, bókhveiti-, hirsi- og hrísgrjónagrautur eru einnig holl fæða fyrir börn á öllum aldri. Til þess að sæta grautana má sjíða epli eða perur með eða setja kanil út í vatnið og láta hann sjóða með grautnum. Venjið barnið ekki á að nota sykur út á mat því að það er mesti óþarfi.
Fæðutegundir sem geta farið illa í ungbörn eru m.a. sítrusávextir, s.s. greip og appelsínur, og ýmis ber.
Skiptar skoðanir eru um það hvenær rétt sé að byrja að gefa ungbörnum fasta fæðu. Hér virðist engin algild regla eiga við. Börn eru jafn ólík og þau eru mörg, sum virðast vera svöng frá fyrsta degi, en önnur börn eru sæl með sína brjóstamjólk til sex eða sjö mánaða aldurs.
Ungbörn eru yfirleitt sólgin í stappaða banana og lárperur (avókadó). Soðnar, skrældar kartöflur eru einnig mjúk og góð fæða fyrir byrjendur, svo og flest soðið grænmeti. Sjóðið grænmeti alltaf í litlu vatni eða gufusjóðið það. Gott er að sjóða grænmeti sem inniheldur mikið af oxalsýru, s.s. hvítkál, spergilkál, blómkál og spínat, í vatni blönduðu með kúamjólk eða geitamjólk til þess að hlutleysa sýruna.
Hafra-, bókhveiti-, hirsi- og hrísgrjónagrautur eru einnig holl fæða fyrir börn á öllum aldri. Til þess að sæta grautana má sjíða epli eða perur með eða setja kanil út í vatnið og láta hann sjóða með grautnum. Venjið barnið ekki á að nota sykur út á mat því að það er mesti óþarfi.
Fæðutegundir sem geta farið illa í ungbörn eru m.a. sítrusávextir, s.s. greip og appelsínur, og ýmis ber.
Skiptar skoðanir eru um það hvenær rétt sé að byrja að gefa ungbörnum fasta fæðu. Hér virðist engin algild regla eiga við. Börn eru jafn ólík og þau eru mörg, sum virðast vera svöng frá fyrsta degi, en önnur börn eru sæl með sína brjóstamjólk til sex eða sjö mánaða aldurs.
Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Mataræði ungbarna“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/matari-ungbarna/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007