Sóríasis
Sóríasis (sóri, blettaskán) er mjög algengur húðsjúkdómur, einkum meðal hvítra manna, en um þrír af hverjum hundrað þeirra eru haldnir sjúkdómum. Sóríasis er húðbólga sem einkennist af rauðu flekkjum með þurru, silfruðu hreistri. Oft fylgir mikill klaði útbrotunum, Útbrotin stafa af því að húðfrumur fjölga sér tífalt hraðar en eðlilegt er. Sóríasis virðist tengjast gigt og oft eru neglur sóríasisskúklinga lélegar. Nákvæmar orsakir sjúkdómsins eru ekki þekktar, en hann vrirðist ganga í ættir og leggst jafnt á bæði kynin.
Tilteknir þættir eins og mataræði og streia ráða miklu um það hvernig meðferð sóríasis gengur.
Mikilbægt er að útiloka alla streitu og stunda slökun eða hugleiðslu. Borðið hollan mat og forðist allt sem að lokinni meltingu skilur eftir mikil úrgangsefni sem húðin þarf að skilja úr úr líkamanum (sjá kafla um vessakerfi).
Töluvert af mikilvægum vítamínum og steinefnum tapast úr húð sóríasissjúklinga. Því er gott að taka vítamín reglulega, einkum A-, C- og B12-vítamín og fjölsýru. Þangtöflur innihalda mikið af nauðsynlegum steinefnum og einnig hafa rannsóknir s´nt að lesitín getur komið að gagni gegn sóríasis. Lesitín er m.a. í soja- og sólblómaolíu sem ekki hefur verið hituð.
Jurtir gegn sóríasis
Jurtir sem styrkja taugakerfið: t.d. garðabrúða, mýrasóley, hafrar, kamilla, hvítþyrnig, humall og lofnarblóm.
Blóðhreinsandi jurtir: t.d. gulmaðra, þrenningarfjóla, rauðsmári, brenninetla, túnsýra, njóli, köldugras og birki.
Dæmi um jurtalyfjablönu gegn sóríasis
1 x garðabrúða
2 x þrenningarfjóla
2 x rauðsmári
2 x gulmaðra
Það reynist oft vel gegn sóríasis að mýkja húðina og minnka þannig ertingu og kláða.
Jurtir sem eru góðar í smyrsl eru m.a. morgunfrú, haugarfi, kamilla, túnsúra, njóli og græðisúra.
Hreinar jurtaolíur sem eru góðar í smyrsl og fljótandi áburð er m.a. einiberjaolía og lofnarblómaolía.
Koltjörusjampó er gott gegn sóríasis í hársverði.
Tilteknir þættir eins og mataræði og streia ráða miklu um það hvernig meðferð sóríasis gengur.
Mikilbægt er að útiloka alla streitu og stunda slökun eða hugleiðslu. Borðið hollan mat og forðist allt sem að lokinni meltingu skilur eftir mikil úrgangsefni sem húðin þarf að skilja úr úr líkamanum (sjá kafla um vessakerfi).
Töluvert af mikilvægum vítamínum og steinefnum tapast úr húð sóríasissjúklinga. Því er gott að taka vítamín reglulega, einkum A-, C- og B12-vítamín og fjölsýru. Þangtöflur innihalda mikið af nauðsynlegum steinefnum og einnig hafa rannsóknir s´nt að lesitín getur komið að gagni gegn sóríasis. Lesitín er m.a. í soja- og sólblómaolíu sem ekki hefur verið hituð.
Jurtir gegn sóríasis
Jurtir sem styrkja taugakerfið: t.d. garðabrúða, mýrasóley, hafrar, kamilla, hvítþyrnig, humall og lofnarblóm.
Blóðhreinsandi jurtir: t.d. gulmaðra, þrenningarfjóla, rauðsmári, brenninetla, túnsýra, njóli, köldugras og birki.
Dæmi um jurtalyfjablönu gegn sóríasis
1 x garðabrúða
2 x þrenningarfjóla
2 x rauðsmári
2 x gulmaðra
Það reynist oft vel gegn sóríasis að mýkja húðina og minnka þannig ertingu og kláða.
Jurtir sem eru góðar í smyrsl eru m.a. morgunfrú, haugarfi, kamilla, túnsúra, njóli og græðisúra.
Hreinar jurtaolíur sem eru góðar í smyrsl og fljótandi áburð er m.a. einiberjaolía og lofnarblómaolía.
Koltjörusjampó er gott gegn sóríasis í hársverði.
Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Sóríasis“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/srasis/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 1. september 2011