Hjartað fær súrefni og næringu til eigin þarfa með blóði sem berst um kransæðarnar. Ef kransæðarnar þrengjast minnkar blóðflæðið til hjartand og súrefnisskorts getur orðið vart. Þrengsli í kransæðunum orsakast venjulega af fituhrörnun, þ.e. fita sest innan á æðaveggina. Ef blóðflæðið um hjartað er eki nægjanlegt þegar álag er á líkamann, t.d. við áreynslu, í kulda og við streitu, getur það orsakað verk fyrir brjósti, hjartakveisu verður vart er nauðsynlegt að hvíla sig, ella getur viðkomandi fengið hjartaáfall.
Jurtir geta sannanlega styrkt hjartað og við langa meðferð jafnvel bætt úr því sem aflaga hefur farið í æðum og jafnvel vöðvum. Hjartasjúkdómar eru ávallt mjög alvarlegir og því ætti fólk í öllum tilvikum að leita til sérfróðra lækna áður en lækning er reynd með jurtum.

Jurtir sem styrkja hjarta og kransæðar
Hvítþyrnir (ber), ginseng, mýrasóley, garðabrúða, reyrgresi, rósmarín, hvítlaukur, bókhveiti, úlfarunni og hjartafró.

Dæmi um jurtalyfjablöndu fyrir hjartveika og gegn hjartakveisu:
1 x hvítþyrnir (ber)
1 x garðabrúða (rót)
3 x úlfarunni
1 x hjartafró
1 x mýrasóley

Athugið að blóðþrýstingur lækkar fyrstu 2-3 dagana sem hvítþyrniber eru tekin. Það getur lýst sér í þreytu og slappleika, en blóðþrýstingurinn kemst síðan í jafnvægi.
Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Hjartasjúkdómar“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/hjartasjkdmar/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007

Skilaboð: