Stoðkerfið
Til stoðkerfisins heyrir beinagrindin og vöðvarnir sem henni tengjast, en auk þess sinar og liðbönd. Stoðkerfið er beinagrindin og vöðvarnir, auk sina og annars konar bandvefja. Beinagrindin er úr beinum og brjóski. Hún ver innri líffæri og er auk þess burðarás líkamans. Beinin eru í st0ðugri endurnýjun og mikil efnaskipti fara þar fram. Rauð blóðkorn myndast í beinmerg sumra beina og beinin sjálf geyma mikið af nauðsynlegum efnum fyrir líkamann, þ.á.m. kalk og fosfór. Bein tengjast saman með bandvef á liðamótum og því verður hreyfing möguleg.
Þrenns konar vöðvar eru í líkamanum, innyflavöðvar eða sléttir vöðvar, hjartavöðvi og beinagrinarvöðvar eða rákóttir vöðvar. Hinir síðastnefndu tengjast beinum og eru oft nefndir viljastýrðir vöðvar þar eð þeir eru einu vöðvarnir sem fólk hefur beina stjórn á. (Sumt fólk, t.d. jógar, getur stjórnað flestum ef ekki öllum vöðvum líkama síns). Beinagrindarvöðvarnir hreyfa líkamann, halda honum uppi og frá þeim kemur meginhluti þess varma sem heldur líkamanum heitum.
Með réttum líkamsæfingum og líkamsburði má styrkja vöðva og bein. Auk hreyfingar er hvíld, slökun og rétt mataræði einnig forsenda þess að stoðkerfið starfi á réttan hátt.
Vöðvar, bein, liðbönd og sinar geta m.a. skaddast vegna meiðsla, rangs líkamsburðar eða óheppilegra líkamsæfinga. Vegna kalkskorts verða bein veikbyggðari þegar ólk eldist, einkum á þetta við um konur eftir tíðahvrf. Í æsku getur beinmyndun raskast vegna næringarskorts.
Slitgigt, sem er hrörnun liðamóta, stafar af miklu álagi og er þáttur í eðlilegri hrörnun líkamans, en óeðlileg hrörnun liðamóta er algeng hjá íþróttafólki sem reynir um of á liðamótin.
Sinabólga myndast oft vegna mikils álags á tiltekna sin. Dæmi um slíkt er tennisolnbogi. Vöðvabólga getur einnig hlotist af því að tiltekinn vöðvi sé ofnotaður eða ranglega notaður.
Algengt er að fólk leggi of mikið á vöðva og liðamót án þess að vita af því og oft má kenn aum röngum líkamsburði. Vöðvabólgu og þreytu í beinum og liðamótum má því oft laga með margvíslegum óhefðbundnum lækningum, s.s. hnykklækningum og alexanderstækni. Oft má draga úr gigt, vöðvabólgu og verkjum í vöðvum og beinum með jurtum og réttu mataræði. Jurtirnar koma jafnvægi á í efnaskiptum og stuðla að hreinsun vefjanna.
Þrenns konar vöðvar eru í líkamanum, innyflavöðvar eða sléttir vöðvar, hjartavöðvi og beinagrinarvöðvar eða rákóttir vöðvar. Hinir síðastnefndu tengjast beinum og eru oft nefndir viljastýrðir vöðvar þar eð þeir eru einu vöðvarnir sem fólk hefur beina stjórn á. (Sumt fólk, t.d. jógar, getur stjórnað flestum ef ekki öllum vöðvum líkama síns). Beinagrindarvöðvarnir hreyfa líkamann, halda honum uppi og frá þeim kemur meginhluti þess varma sem heldur líkamanum heitum.
Með réttum líkamsæfingum og líkamsburði má styrkja vöðva og bein. Auk hreyfingar er hvíld, slökun og rétt mataræði einnig forsenda þess að stoðkerfið starfi á réttan hátt.
Vöðvar, bein, liðbönd og sinar geta m.a. skaddast vegna meiðsla, rangs líkamsburðar eða óheppilegra líkamsæfinga. Vegna kalkskorts verða bein veikbyggðari þegar ólk eldist, einkum á þetta við um konur eftir tíðahvrf. Í æsku getur beinmyndun raskast vegna næringarskorts.
Slitgigt, sem er hrörnun liðamóta, stafar af miklu álagi og er þáttur í eðlilegri hrörnun líkamans, en óeðlileg hrörnun liðamóta er algeng hjá íþróttafólki sem reynir um of á liðamótin.
Sinabólga myndast oft vegna mikils álags á tiltekna sin. Dæmi um slíkt er tennisolnbogi. Vöðvabólga getur einnig hlotist af því að tiltekinn vöðvi sé ofnotaður eða ranglega notaður.
Algengt er að fólk leggi of mikið á vöðva og liðamót án þess að vita af því og oft má kenn aum röngum líkamsburði. Vöðvabólgu og þreytu í beinum og liðamótum má því oft laga með margvíslegum óhefðbundnum lækningum, s.s. hnykklækningum og alexanderstækni. Oft má draga úr gigt, vöðvabólgu og verkjum í vöðvum og beinum með jurtum og réttu mataræði. Jurtirnar koma jafnvægi á í efnaskiptum og stuðla að hreinsun vefjanna.
Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Stoðkerfið“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/stokerfi/ [Skoðað:22. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007