Barkakþlisbólga stafar af sýkingu í barkakþli. Hún orsakar hæsi og sumir verða raddlausir um hríð. Fólk sem notar röddina mikið, t.d. söngvarar og kennarar, hefur tilhneigingu til þess að fá barkakþlisbólgu oftar en aðrir. Því fólki má ráðleggja forvarnir, t.d. að drekka daglega mýkjandi te úr regnálmsberki eða fjallagrösum, og hollt er að borða eins og eitt hvítlauksrif á dag. Ef barkakþlisbólga varir lengur en í nokkra daga ætti í öllum tilvikum að leita læknis.

Jurtir gegn barkakþlisbólgu

Sólblómahattur, myrrutré, hvítlaukur, garðablóðberg og lyfjasalvía (hálsskol).
Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Barkakýlisbólga“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/barkaklisblga/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007

Skilaboð: