Slitgigt er ein helsta undirrót fötlunar vegna gigtar. Orsakirnar geta verið eðlileg hrörnun í mikið notuðum lið eða meiðsli í lið eins og oft verður hjá íþróttafólki og öðrum sem reyna um of á einstaka liði um langt skeið. Slitgigt er algengari hjá konum en körlum, einkum eftir tíðahvörf, enda gætir oftar kalkskorts hjá þeim. Einkenni slitgigtar eru stirðir og sárir liðir og yfirleitt versnar líðanin eftir þvís em á daginn líður. Slitgigt er algengari hjá konum en körlum, einkum eftir tíðahvörf, enda gætir oftar kalkskorts hjá þeim. Einkenni slitgigtar eru stirðir og sárir liðir og yfirleitt versnar líðanin eftir því sem á daginn líður. Slitgigt legst einkum á hnjá-, mjaðma- og kjúkuliði.

Dæmi um jurtalyfjablöndu gegn slitgigt

1 x víðir
1 x lakkrísrót
1 x mjaðurt
1 x birki
1 x vallhumall
Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Slitgigt“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/slitgigt/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007

Skilaboð: