Með meltingartruflunum er átt við margs kyns sjúkdómseinkenni sem raska starfsemi magans. Þær geta orsakast af röngum matarvenjum eða ofnæmi fyrir einhverri fæðutegund. Sjúkdómseinkennin geta m.a. verið verkir, þemba, brjóstsviði og óreglulegar hægðir.

Meðferð er fyrst og fremst fólgin í því að bæta matarvenjur og mataræði og sneiða hjá öllu sem veldur ofnæmi.


Jurtir gegn meltingartruflunum
Gegn offramleiðslu magasýru: t.d. mjaðurt.
Til styrktar slímhúð magans og gegn ólgu: t.d. regnálmur, læknastokkrós, járnurt og fjallagrös. Verk og vindeyðandi: t.d. kúmen, sæhvönn, ætihvönn, einir spánarkerfill, fjallafoxgras og fennikka.

Bitrar jurtir eru notaðar ef um er að ræða ónóga sýrumyndun í maga. Til þeirra nota reynast maríuvöndur og einir best. Bitrar jurtir eru teknar hálftíma fyrir máltíð til þess að örva myndun meltingarvökva.

Róandi jurtir eru góðar við hvers kyns kvillum í meltingarfærum og þykja einkar góðar með öðrum jurtum. Bestar eru kamilla, humall, hjartafró og melasól.

Dæmi um jurtalyfjablöndu gegn meltingartruflunum

2 x mjaðurt

1 x fjallagrös

¼ x sækvönn

¼ x fennikka

2 x kamilla

og maríuvöndur í tei, drukkið hálftíma fyrir mat ef magi er sýrulítill.

Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Meltingartruflanir“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/meltingartruflanir/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 2. september 2011

Skilaboð: