Sykursýki er einn algengasti sjúkdómur í innkirtlum og um einn af hundraði Vesturlandabúa þjáist af sjúkdómnum einhvern hluta ævinnar. Stór hluti sykursjúkra verður sjúkdómsins ekki var fyrr en eftir fertugt og nefnist þessi mynd insúlínóháð sykursýki. Orsök sjúkdómsins er sú að þótt líkaminn framleiði hormónið nægir framleiðslan ekki til að uppfylla þarfir líkamans, einkum ef sjúklingurinn er feitlaginn. Yfirleitt má halda þessar gerið sykursýki í skefjum ef sjúklingurinn grennist og gætir að sér í mataræði.
Sykursýki sem kemur fram hjá fólki í æsku er insúlínháð og er mun alvarlegri en sú fyrrnefnda. Frumur briseyjanna sem framleiða insúlín eyðast, líklega vegna ofvirkni ónæmiskerfisins. Þetta gerist yfirleitt mjög snögglega og insúlínmyndun stöðvast tafarlaust. Sjúklingur sem haldinn er þessari tegund sykursýki deyr óhjákvæmilega nema hann fái insúlín í æð.
Áhrif sykursýki á líkamann eru alltaf þau sömu hver svo sem orsökin er. Líkamsfrumurnar fá ekki glúkósa þrátt fyrir að of mikið sé af honum í blóðinu. Sjúklingurinn grennist, er máttfarinn stöðugt þyrstur og þvagmagn margfaldast. Insúlínskortur leiðir einnig til aukinnar fitu í blóði sem veldur því að hún hleðst innan á veggi slagæða.
Meðferð sykursýki felst fyrst og fremst í réttu mataræði. Ekki nægir að forðast sætan mat heldur þarf að skipuleggja hverja máltíð þannig að syrkustyrkur verði aldrei mjög mikill í blóði. Hver og einn þarf að skipullegja matarvenjur sínar.
Jurtir sem eru góðar gegn sykursýki er m.a. hvítlaukur, ginseng, brenninetla, djöflakló og piparminta.
Þá eru einnig til fjölmargar fæðutegundir sem minnka sykur í blóði, þ.á.m eru bananar, ætiþistill, bygg, hvítkál, gulrætur, kál, hafrar, ólífur, laukur, spínat, sólblóm og gulrófur.
Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Sykursýki“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/sykurski/ [Skoðað:23. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007

Skilaboð: