Bólga í ennisholum og öðrum afholum nefs er oft fylgikvilli kvefs og inflúensu. Bólga getur einnig komið fram ef fólk hefur ofnæmi fyrir einhverri fæðutegund, t.d. mjólkurafurðum. Langvinn bólga í ennisholum getur valdið verk í andliti, enni, kringum augu og jafnvel höfuðverk. Ef kjálkahola er bólgin getur það valdið tannverk Verkir frá bólgnum afholum nefs eiga það sameiginlegt að versna ef viðkomandi lþtur fram.
Eins og fyrr segir geta ástæður fyrir bólgu I afholum nefs verið margar og skal brugðist við hverju einstöku tilviki samkvæmt því. Þó er alltaf gott að byrja á því að útiloka þær fæðutegundir sem gætu hugsanlega haft slæm áhrif. Fæðutegundir sem auka slímmyndun í líkamanum eru t.d. mjólkurmatur, sykur og brauðmatur, einkum franskbrauð og sætabruað.

Jurtir gegn bólgu í ennisholum
Bólgueyðandi jurtir: t.d. sólblómahattur, blóðberg, garðablóðberg, ísópur, hvítlaukur og gullhrís.
Jurtir sem stamma stigu við slímmyndun: t.d. augnfró, sefresi, klóelfting og kattarminta.

Dæmi um jurtalyfjablöndu við bólgu í ennisholum
1 x sólblómahattur
1 x selgresi
1 x augnfró
1 x garðablóðberg
Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Bólga í ennisholum“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/blga-ennisholum/ [Skoðað:24. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 29. september 2011

Skilaboð: