Þvagfærunum tilheyra ný ru, þvagpípur, þvagblaðra og þvagrás. Helsta hlutverk þvagfæranna er framleiðsla og losun á þvagi úr líkamanum en auk þess sinna þau ýmsum öðrum verkefnum sem ekki verða rakin hér.
Nýrun viðhalda vökvajafnvægi í líkamanum. Mikill hluti blóðvökvans síast úr háræðakerfinu í ný runum, en þau skila honum hins vegar nánast öllum aftur inn í blóðrásina. Eftir verða úrgangsefni, t.d. þvagefni, og ymis efni sem eru í umframmagni í blóði. Nýrun stýra auk þess saltbúskap líkamans, þ.e. styrk natríums, kalíums og kalks, og þau viðhalda einnig sýrujafnvægi líkamans og halda í þau efni sem nauðsynleg eru líkamanum, t.d. glúkósa, amínósýrur, fosfat og prótín. Ennfremur losa ný run líkamann við úrgangsefni, eiturefni og lyf, og framleiða renín sem hækkar blóðþrýsting þegar þörf er á. Háan blóðþrýsting má oft rekja til ný rnasjúkdóms. Að auki mynda ný run rauðkornahormón (erþþrópoíetín) sem örvar framleiðslu rauðra blóðkorna í beinmerg. Þvagið berst frá ný rum með þvagpípum til þvagblöðru.
Þvaðfærin verða fyrir ýmsum sjúkdómum og er ekki unnt að gera grein fyrir þeim öllum hér. Ekki verður sérstaklega fjallað um ný rnasjúkdóma þó svo að margar jurtir geti komið að gagni við þeim. Ef grunur leikur á að um ný rnasjúkdóm sé að ræða ætti ávallt að leita læknis.
Sþking og bólga í þvagfærum er mjög algeng, einkum meðal kvenna. Þrálát þvagfærasýking gæti verið vísbending um lítinn viðnámsýrótt og jafnvel einhvers konar ofnæmi. Hætta á þrálátri blöðrubólgu eykst samfara mikilli notkun sýklalyfja. Orsökin er sú að sýklalyfin eyða ekki einungis sýklum hedur einnig náttúrulegri gerlaflóru líkamans, sem verndar gegn ýmiss konar sýkingu. Takið því ávallt inn styrkjandi jurtir og lifandi jógurt eftir sýklalyfjakúr.
Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Þvagfærin“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/vagfrin/ [Skoðað:22. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007

Skilaboð: