Magabólga
Magabólga getur komið upp vegna matareitrunar eða annarrar sýkingar í maga. Í sumum tilvikum getur magabólga orðið þrálátur sjúkdómur sem illmögulegt er að lækna. Sjúkdómseinkenni eru margvísleg, fók getur orðið mjög þreytt og geðstirt, þunglynt og oft fylgja miklar sveiflur í blóðsykri. Magabólga veldur yfirleitt magaverkjum, einkum á milli mála þegar magasýran nær að vinna á viðkvæmri slímhúð magans og oft fylgir þessu mikil þemba og hægðatregða.
Meðferð er fyrst og fremst fólgin í bættu mataræði. Forðist of heitan og of kaldan mat, allan sterkan mat, áfengi, edik, sterkt krydd og fitu. Forðist ennfremur steiktan mat, svínakjöt, osta, tómata, sælgæti og allan grófan mat, s.s. heilhveiti,hveitiklíð, hnetur, fræ, ósoðið grænmeti og harða ávexti. Grófur matur er eins og sanpappír í sárum maga. Því er gott að borða einungis mjúkan mat rétt meðan slímhúðin jafnar sig. Borðið oftar og lítið í einu. Gott er að drekka fjallagrasamjólk eða regnálmste (magate) í lok máltíðar.
Jurtir gegn magabólgu
Mþkjandi og verndandi jurtir; t.d. regnálmu, sóldögg, fjallagrös og sigurskúfur.
Barkandi jurtir: t.d. mjaðurt og hrútaberjalyng.
Bólgueyðandi jurtir: t.d. lakkrísrót, sólblómahattur, blóðberg og garðablóðberg.
Græðandi jurtir: t.d. morgunfrú og kamilla. Róandi jurtir: t.d. garabrúða, hjartafró, humall og úlfarunni.
Dæmi um jurtalyfjablöndu gegn magabólgu
1 x sóldögg
2 x fjallagrös
1 x mjaðurt
2 x lakkrísrót
1 x garðablóðberg
2 x kamilla eða humall
Birt:
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Magabólga“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/magablga/ [Skoðað:22. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 27. janúar 2012