Haull getur myndast í vegg kviðarhols ef veila (kviðslit) er í honum, ristillinn bungar þá út í haulinn og sýking og bólga grefur þar oft um sig. Haulbólga er mjög algeng nú vegna hreyfingarleysis og rangs mataræðis, t.d. of lítilla trefjaefna í fæðu. Bólgan er einkum algeng meðal folks sem komið er yfir fimmtugt og lýsir sér með krampaverkjum í ristli og óreglulegum hægðum. Ef um sýkingu er að ræða fylgir oft hiti og fólk getur orðið mjög veikt.

Jurtameðferð getur reynst mjög árangursrík, en nauðsynlegt er að stunda reglulegar líkamsæfingar um leið og breyta jafnframt mataræðinu. Meðan reynt er að vinna á bólgunni er gott að borða einungis mjúkan mat (sjá um ristilbólgu hér að framan) og borða síðar trefjaríka fæðu reglulega.

Heppilegt er að borða fjallagrasagraut og taka regnálmsbörk í lok hverrar máltíðar. Það eykur magn hægða og mýkir og græðir ristilinn.

Jurtir gegn haulbólgu

Fjallagrös, regnálmur, kamilla, lakkrísrót, jarðarber (blöð og rót), humall, víðir og læknastokksrós. Sólblómahattur og hvítlaukur reynast vel ef u m sýkingu er að ræða.

Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Haulbólga“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/haulblga/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007

Skilaboð: