Urriðafoss er náttúruperla
Að gefnu tilefni vilja landeigendur, bændur og meginþorri íbúa á áhrifasvæði fyrirhugaðrar Urriðafossvirkjunar minna á afstöðu sína varðandi framkvæmdir við Urriðafossvirkjun.
Við teljum ávinning af framkvæmdinni lítinn miðað við þær fórnir sem við og aðrir landsmenn þurfa að færa vegna framkvæmdarinnar.
Stjórnvöld hafa að undarförnu gefið út yfirlýsingar um að umtalsverðar stóriðjuframkvæmdir séu leið út úr efnahagsýrengingunum. Við teljum þessa leið ófæra og ekki líklega til að skapa almenna samstöðu og þann samtakamátt sem þarf til að endurbyggja efnahagslíf þjóðarinnar.
Við krefjumst þess að stjórnvöld og Landsvirkjun láti sem fyrst af öllum áætlunum um Urriðafossvirkjun. Slík yfirlýsing mun létta af óvissu og auka bjartsýni okkar, íbúa svæðisins. Það mun auðvelda okkur að vinna okkur út úr efnahagslægðinni.
Grein fyrst birt 6. 11. 2008
Urriðafoss. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadótir.
Birt:
Tilvitnun:
Vinir Þjórsár „Urriðafoss er náttúruperla“, Náttúran.is: 28. apríl 2013 URL: http://nature.is/d/2008/11/06/urrioafoss-er-natturuperla/ [Skoðað:11. mars 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 6. nóvember 2008
breytt: 28. apríl 2013