Á dögunum úthlutaði ERGO umhverfisstyrkjum en það er annað árið í röð sem að það er gert. Styrkurinn nemur 1.000.000 króna og skiptist í tvo hluta.  Þeir sem hlutu styrkinn þetta árið eru Umhverfissamtökin Blái Herinn og Kristinn Jón Ólafsson.

Hreinsun náttúru er verkefni sem Blái Herinn vinnur að. Frá stofnun samtakanna hafa þeir hreinsað yfir þúsund tonn af rusli og drasli úr náttúru Íslands.

Kristinn Jón vinnur að verkefni sem byggir á fræðslu og upplýsingastarfsemi til barna og foreldra til að minnka rafmagnsnotkun á heimilum.

Ljósmynd: Kristinn Jón Ólafsson og Tómas J. Knútsson styrkþegar með Jóni Hannesi Karlssyni framkvæmdastjóra ERGO.

Birt:
27. apríl 2013
Uppruni:
2020.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ergo úthlutar umhverfisstyrkjum 2013“, Náttúran.is: 27. apríl 2013 URL: http://nature.is/d/2013/04/27/ergo-uthlutar-umhverfisstyrkjum-2013/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: