Á hátíðarathöfninni í dag undirrituðu Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, viðauka við núgildandi samning um verkefnið Skóla á grænni grein, sem Landvernd stýrir, en það er einnig þekkt sem Grænfánaverkefnið. Viðaukinn kveður á um auknar fjárveitingar á yfirstandandi ári, m.a. í því skyni að styðja sérstaklega þátttökuskóla við að efla menntun til sjálfbærni í samræmi við aðalnámskrár. Þá mun Landvernd safna og miðla árangursríkum verkefnum milli þátttökuskóla, stuðla að auknu samstarfi milli skóla og aukinni þátttöku nærsamfélagsins í umhverfisstarfi.

Ljósmynd: Guðmundur Ingi Guðbrandsson og menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir við undirritun samningsins í dag, Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
24. apríl 2013
Tilvitnun:
Bergþóra Njála Guðmundsdóttir „Aukin fjárveiting til Skóla á grænni grein“, Náttúran.is: 24. apríl 2013 URL: http://nature.is/d/2013/04/24/aukin-fjarveiting-til-skola-graenni-grein/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: