Samfélagssjóður Landsbankans veitir fimm milljónum króna í umhverfisstyrki í ár. Umhverfisstyrkjum er ætlað að styðja við verkefni á sviði umhverfismála og náttúruverndar. Styrkir til umhverfismála byggja á stefnu bankans um samfélagslega ábyrgð hans og skyldur.

Sérstök dómnefnd skipuð þremur fagaðilum og tveimur sérfræðingum bankans fer yfir umsóknirnar og er umsóknarferlið gagnsætt og faglegt. Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 6. maí 2013. Stefnt er að úthlutun í júní og er öllum umsækjendum svarað.

Heildarupphæð umhverfisstyrkja nemur 5.000.000 kr. og eru veittir í tveimur þrepum.

  • 500.000 kr.
  • 250.000 kr.

Verkefni sem einkum koma til greina eru:

  • Verkefni á sviði náttúruverndar, t.a.m. skógrækt, landgræðsla og hreinsun landsvæða.
  • Verkefni er tengjast rannsóknum á náttúrugæðum.
  • Verkefni er styðja betra aðgengi fólks að náttúru landsins.
  • Verkefni er nýtast til verndar landsvæðum, t.d. vegna ágangs búfénaðar eða ferðamanna.
  • Verkefni er auka þekkingu og vitund almennings á umhverfismálum.
  • Verkefni er hvetja til umhverfisvæns hátternis.

Umsóknarfrestur er til 6. maí 2013.

Sækja um umhverfisstyrk úr Samfélagssjóði Landsbankans.

Sjá styrkþega fyrri ára: Styrkþegar umhverfisstyrkja Landsbankans 2011.

Birt:
23. apríl 2013
Uppruni:
Landsbankinn
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Samfélagssjóður Landsbankans auglýsir eftir umsóknum til umhverfisstyrkja“, Náttúran.is: 23. apríl 2013 URL: http://nature.is/d/2013/04/23/samfelagssjodur-landsbankans-auglysir-eftir-umsokn/ [Skoðað:30. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: