Hreint loft - betri heilsa
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og velferðarráðuneytið bjóða til málþings um loftgæði og lýðheilsu þ. 24. apríl kl. 10 -12 á Nauthóli í Öskjuhlíð í aðdraganda Dags umhverfisins.
Á málþinginu verður fylgt úr hlaði nýju riti starfs hóps ráðuneytanna tveggja um loftgæði og heilsufar á Íslandi þar sem einnig eru settar fram tillögur til úrbóta.
Dagskrá:
10:00 Opnun og ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra - Svandís Svavarsdóttir.
10:15 Skiptir loft máli? - áhrif loftgæða á heilsufar - Sigurður Þór Sigurðarson, yfirlæknir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
10:30 Loftgæði innandyra - áhrif á vellíðan og heilsu - Árný Sigurðardóttir, framkv.stjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
10:45 Loftgæði utandyra - þróun loftmengunar síðustu ár - Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun.
11:00 Hvað höfum við lært? Hverju getum við breytt?- Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða.
11:15 Pallborð þar sem framsögumenn sitja fyrir svörum.
11:45 Ávarp velferðarráðherra og fundarslit - Guðbjartur Hannesson.
Fundarstjóri er Stefán Thors, ráðuneytisstjóri í um hverfis- og auðlindaráðuneyti.
Málþingið er öllum opið meðan húsrúm leyfir.
Grafík: Jörðin í mengunarskýjum, Guðrún A. Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið „Hreint loft - betri heilsa “, Náttúran.is: 17. apríl 2013 URL: http://nature.is/d/2013/04/16/hreint-loft-betri-heilsa/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. apríl 2013
breytt: 17. apríl 2013