Matís, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Háskóli Íslands og Samtök iðnaðarins halda opið málþing um íslenskan matvælaiðnað, umhverfismál og vistvæna nýsköpun, laugardaginn 20. apríl kl. 13-17 í Háskólatorgi Háskóla Íslands.  Þar verður fjallað um græna hagkerfið og stefnu stjórnvalda í þeim málum. Sagt verður frá Evrópuverkefnunum Ecotrofoods (www.ecotrophelia.eu) og Converge (www.convergeproject.org) og hvernig staðið er að því að minnka umhverfisáhrif í matvælaiðnaði á Íslandi. Þá verður efnt til sýningar og kynningar á verkefnum nemenda í vistvænni nýsköpun matvæla og afhent verðlaun fyrir besta verkefnið.

Dagskrá viðburðarins í heild er eftirfarandi:

13.00-15.00 Málþing
13.00-17.00 Sýning
15.00-16.00 Verðlaunaafhending í keppni nemenda um vistvæna nýsköpun matvæla

Dagskrá málþings:

13.00-13.20 Græna hagkerfið og íslensk matvælaframleiðsla. Skúli Helgason, formaður nefndar um eflingu græns hagkerfis á Íslandi.
13.20-13.40 Umhverfismál og íslenskur matvælaiðnaður. Bryndís Skúladóttir, forstöðumaður umhverfismála hjá Samtökum iðnaðarins
13.40-14.00 Verðmætasköpun og áskoranir í umhverfismálum, Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís
14.00-14.20 Vistvæn nýsköpun matvæla. Fanney Frisbæk, verkefnisstjóri orku- og umhverfistækni, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
14.20-14.40 Converge verkefnið.  Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands
14.40-15.00 Umræður

Fundarstjóri: Guðjón Þorkelsson, sviðsstjóri, Matís.

Myndin er samklippa ljósmynda Guðrúnar Tryggvadóttur.

Birt:
17. apríl 2013
Höfundur:
Matís
Tilvitnun:
Matís „Hver eru umhverfisáhrif íslensks matvælaiðnaðar?“, Náttúran.is: 17. apríl 2013 URL: http://nature.is/d/2013/04/16/hver-eru-umhverfisahrif-islensks-matvaelaidnadar/ [Skoðað:24. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. apríl 2013

Skilaboð: