X13 - Áherslur VG í umhverfismálum og stefna til framtíðar
Náttúrunni hefur borist stefna Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í umhverfis- og atvinnumálum - bæði það sem hefur verið gert á kjörtímabilinu og það sem mun verða gert fái hreyfingin umboð kjósenda. Önnur framboð eru hvött til að senda okkur sína stefnu í umhverfismálum og verða þær þá birtar hér á vef Náttúrunnar.
Hér að neðan er að finna áherslupunktana sem kynntir voru á fundinum.
Grænt – opið - fjölbreytt
- Grænna Ísland
- Mestu umbætur á sviði umhverfismála á einu kjörtímabili.
- Stefna Vinstri grænna orðin meginstef, þverpólitísk sátt að skapast um málefni sem VG kom á dagskrá.
- Sjálfbær þróun
- Skapandi greinar
- Varúð við jarðvarmavirkjanir
Margt gert á kjörtímabilinu:
- Rammaáætlun samþykkt.
- Bætt staða náttúruverndar og ný náttúruverndarlög.
- Árósarsamningurinn fullgiltur og almenningi hleypt að.
- Ísland tekur ábyrgð í loftslagsmálum.
- Efling almenningssamgangna um allt land.
- Efling græna hagkerfisins með áherslu á fjölbreytt og grænt atvinnulíf
- Kortlagning skapandi greina.
Náttúruperlur fyrir komandi kynslóðir!
- Ný nálgun á atvinnumál
- Sjálfbær þróun í atvinnuuppbyggingu, stöðugan og jafnan vöxt til langs tíma.
- Almannahagsmunir ráði alltaf för.
- Atvinnumál snúast ekki um stórar lausnir.
- Áhersla á litla og meðalstóra atvinnustarfsemi.
- Áhersla á nýsköpun, þekkingariðnað, skapandi greinar og ferðaþjónustu.
Eitthvað annað - og betra
- Skapandi greinar eru grunnstoð í atvinnulífinu sem standa undir hátt í 10 þúsund ársverkum. Þær velta tæpum 200 milljörðum á ári, eða jafnmiklu og áliðnaður. Þessi ríkisstjórn var fyrst til að greina umfang þessa geira og móta stefnu um hann.
- Vöxtur í nýsköpun hefur verið meiri á undanförnum árum en áður. Ný lög um endurgreiðslu rannsóknar- og þróunarkostnaðar nýsköpunarfyrirtækja auka ein og sér stuðning við nýsköpun um vel á annan milljarð krónaárið 2013.
- Þjóðin njóti arðs af auðlindum, veiðigjöld skila arði af sjávarauðlindinni til þjóðarinnar. Sama þarf með orkuauðlindir. Tryggja þarf þjóðareign í stjórnarskrá.
Græn uppbygging
- Framkvæmdasjóði ferðamannastaða komið á, til að byggja upp þau svæði sem ferðamenn sækja mest í.
- Fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar tryggir nærri milljarð í uppbyggingu ferðamannastaða og innviði friðlýstra svæða árið 2013.
- Grænn fjárfestingasjóður hefur starfsemi á árinu 2013 með 500 milljón króna stofnframlagi. Aðrar 500 milljónir eiga að bætast við 2014.
- Stóraukin áhersla á og stuðningur við skapandi greinar.
Ísland tekur ábyrgð í loftslagsmálum
- Losun stóriðjunnar sett í samevrópskt viðskiptakerfi. Ekkert séríslenskt ákvæði, takk!
- Metnaðarfull áætlun um losunarmarkmið samþykkt 2010, gengur vel að uppfylla.
- 350 milljónir í eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu sem á að hækka í 1.000 milljónir á ári frá 2013 til 2022.
- Sköttum og bifreiðagjöldum breytt til að skapa efnahagslega hvata fyrir vistvænni kosti.
Lýðræðisleg þátttaka
- Árósasamningur fullgiltur, tryggir aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum
- Almenningi hleypt að rammaáætlun og hlustað á athugasemdirnar
- Ný náttúruverndarlög byggja á hvítbók og meira samráði en dæmi eru um
- Gögn Landmælinga gerð gjaldfrjáls. Grunngögn í almannaþágu.
Grænna, opnara, fjölbreyttara – áherslur til framtíðar
- Bætum rekstrarskilyrði sprotafyrirtækja, undanþiggjum þau tryggingargjaldi þar til launakostnaður nær ákveðnu marki.
- Gerum lífeyrissjóðum kleift að fjárfesta í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum með því að rýmka fjárfestingarheimildir.
- Höldum áfram að opna gögn í eigu ríkisins og fjárhagsupplýsingar þess. Búum þannig til jarðveg fyrir nýsköpun og nauðsynlegt aðhald.
- Rannsökum umhverfisáhrif stóraukinnar ferðamennsku og bregðumst við svo náttúra landsins glati ekki gildi sínu.
- Eflum vistheimt, með áherslu á að stöðva uppblástur, vernda og endurheimta jarðveg, votlendi og gróður.
- Stuðlum að meiri endurvinnslu og minni neyslu.
- Höldum áfram sókn í þágu hjólreiða og almenningssamgangna.
- Mikilvægt er að ljúka friðlýsingu þeirra 20 landsvæða sem féllu í verndarflokk rammaáætlunar.
- Ferðamönnum hefur fjölgað ört undanfarin ár. Til að ágangur ferðamanna valdi ekki náttúruspjöllum þarf að efla rannsóknir á þolmörkum ferðamannastaða. Þá er mikilvægt að leggja áfram rækt við nýsköpun í ferðamennsku til að dreifa straumnum á fleiri svæði og önnur tímabil.
Leið Ísland út úr kreppunni er græn, opin og fjölbreytt. Hún er í anda sjálfbærrar þróunar. Almannahagsmunir hafa ráðið og eiga að ráða för. Þannig tryggjum við góðkynja hagvöxt, okkur sjálfum og komandi kynslóðum til góða. Núna er tækifæri til að halda áfram á sömu braut og byggja upp fjölbreytt atvinnulíf í stað þess að reiða sig á risalausnir. Nýtum það!
Ljósmynd: Hjálparfoss, Árni Tryggvason.
Birt:
Tilvitnun:
Vinstirhreyfingin grænt framboð „X13 - Áherslur VG í umhverfismálum og stefna til framtíðar“, Náttúran.is: 16. apríl 2013 URL: http://nature.is/d/2013/04/16/x13-aherslur-vg-i-umhverfismalum-og-stefna-til-fra/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.