Reglugerð um umhverfismerki tekur gildi
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur gefið út reglugerð um umhverfismerki en hún gildir um norræna umhverfismerkið Svaninn, og umhverfismerki Evrópusambandsins Blómið. Reglugerðin kveður á um skilyrði fyrir veitingu þessara umhverfismerkja fyrir vörur og þjónustu.
Norræna umhverfismerkisnefndin gefur út reglur um umhverfisvottun Svansins og endurspeglar reglugerðin norrænu reglurnar. Skyldur umsækjenda um leyfi til að nota umhverfismerki eru gerðar skýrari en helstu breytingar varða meginreglur um veitingu og notkun Svansins, meðferð umsókna og notkunarskilmála.
Þá lúta breytingarnar að skyldum leyfishafa, svo sem að tryggja að allar umhverfismerktar vörur uppfylli viðmið umhverfismerkisins á gildistíma leyfis og varðveislu gagna er varða leyfið.
Birt:
Tilvitnun:
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið „Reglugerð um umhverfismerki tekur gildi“, Náttúran.is: 28. febrúar 2017 URL: http://nature.is/d/2017/02/28/reglugerd-um-umhverfismerki-tekur-gildi/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.