Samstarfssamningur um Hekluskóga undirritaður
Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, Árni Bragason landgræðslustjóri og Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri skrifuðu í dag undir fimm ára samning um áframhaldandi endurheimt Hekluskóga. Árleg fjárveiting til verkefnisins er 27,5 milljónir.
Stofnað var til Hekluskóga árið 2007. Meginmarkmið verkefnisins nú sem þá er að byggja upp skóga og kjarrlendi með birki og öðrum tegundum til að græða land og verjast náttúruvá á Hekluskógasvæðinu. Ýmis önnur jákvæð áhrif fylgja verkefninu s.s. aukin binding kolefnis í jarðvegi og gróðri og aukin líffræðileg fjölbreytni á svæðinu.
Fjölmargir hafa komið að undirbúningi og framkvæmd Hekluskógaverkefnisins s.s. landeigendur á svæðinu, skógræktarfélög beggja vegna Þjórsár og Landbúnaðarháskóli Íslands. Innan Hekluskóga hefur verið unnið að mjög fjölbreyttum verkefnum og má þar nefna fræsöfnun af birki til sáninga, nýtingu kjötmjöls til uppgræðslu, fjölþættar rannsóknir og samstarf við ýmis samtök og fyrirtæ
ki um landbótaverkefni innan starfssvæðis Hekluskóga.
Samningurinn sem var undirritaður í dag gildir til fimm ára og felur í sér að Skógræktin og Landgræðsla ríkisins annast framkvæmd verkefnisins og þar með talið samstarf við þá aðila sem að því koma.
Birt:
Tilvitnun:
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið „Samstarfssamningur um Hekluskóga undirritaður“, Náttúran.is: 5. október 2016 URL: http://nature.is/d/2016/10/05/samstarfssamningur-um-hekluskoga-undirritadur/ [Skoðað:2. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. október 2016