Kind á fall. LJósm. Guðrún TryggvadóttirÍ því augnamiði að tryggja rétt neytenda til að vita frá hvaða landi þær kjötvörur eru sem þeir kaupa hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra  sett fram drög að reglugerð þar sem að framleiðendum og innflytjendum er skylt að upprunamerkja kjötafurðir  af svínum, sauðfé, geitum og alifuglum. Sambærilegar reglur eru nú þegar í gildi um upprunamerkingar á nautakjöti.

Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra; “Það hefur verið mér mikið kappsmál að vinna að bættum upprunamerkingum matvæla frá því ég kom í landbúnaðarráðuneytið, þessi reglugerð er liður í þeirri vinnu. Við eigum rétt á að vita hvaðan varan kemur sem við neytum. Neytendur verða því betur upplýstir en það vilja þeir ef marka má könnun sem gerð var 2014 en þar sögðu 83% að það skipti þá máli að vita upprunalandið. Þá setti ég einnig af stað vinnu um hvernig upplýsa megi neytendur um lyfjaleifar í matvöru, vonandi koma fram tillögur um það fljótlega.“

Samkvæmt ákvæðum EES samningsins ber að tilkynna reglugerðina til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Berist ekki neikvæð umsögn innan þriggja mánaða getur Ísland látið reglugerðina taka gildi.  Miðað við þessar forsendur er reiknað með að reglugerðin taki gildi um miðjan janúarmánuð 2017. Matvælafyrirtæki fá þannig tíma til að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að uppfylla kröfur reglugerðarinnar.

 

 

 
Birt:
5. október 2016
Tilvitnun:
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið „Reglugerð um upprunamerkingar á kjöti væntanleg - til hagsbóta fyrir neytendur“, Náttúran.is: 5. október 2016 URL: http://nature.is/d/2016/10/05/reglugerd-um-upprunamerkingar-kjoti-vaentanleg-til/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: