Hörputurn – lífrænn úrgangur
Dalabyggð auglýsir eftir áhugasömum einstaklingum búsettum í dreifbýli Dalabyggðar til að taka þátt í tilraun með förgun lífræns úrgangs heima.
Dalabyggð leggur til svokallaða Hörputurna og sér um að koma þeim fyrir.
Þátttakendur flokka lífrænan úrgang skv. leiðbeiningum og setja í turninn í stað þess að fara með hann í sorpgámana.
Þátttakendur skila skýrslu eftir tilsettan tíma þar sem m.a. er upplýst um fjölda heimilismanna, hve langan tíma tók að fylla turninn og hver upplifun þátttakkenda var af því að farga lífrænum úrgangi á þennan hátt.
Óskað er eftir 4 þátttakendum. Áhugasamir hafi samband við sveitarstjóra með tölvupósti sveitarstjori@dalir.is eða í síma 430 4700.
Dalabyggð er með Endurvinnslukort á dalir.is sem byggist á Endurvinnslukorti Náttúrunnar. Þegar og ef Hörputurninn verður innleiddur í Dalabyggð koma inn svipaðar upplýsingar og nú birtast á Endurvinnslukortinu um þjónustuna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem býður upp á Hörputurn fyrir sína sveitunga.
Á Endurvinnslukortinu er eftirfarandi upplýsingar að finna um tilhögun sorphirðu og söfnun endurvinnsluefna í sveitarfélaginu. Slá inn http://www.natturan.is/d/2016/08/10/horputurn/ og skrifa nafn sveitarfélagsins „Skeiða- og Gnúpverjahreppur“ í borðann undir Tunnuþjónusta.
„Hörputurni fyrir lífrænan úrgang er komið fyrir í bakgarðinum en sveitarfélagið sér um að bora og setja í hana rör með opnanlegri lúgu í þægilegri hæð til að henda lífræna úrganginum í. Síðan þegar Hörputurninn fyllist er rörið tekið úr og ný hola boruð. Eftir stendur dýrindis molta sem nýta má sem áburð.“
Birt:
Tilvitnun:
Sveinn Pálsson, Dalabyggð „Hörputurn – lífrænn úrgangur“, Náttúran.is: 10. ágúst 2016 URL: http://nature.is/d/2016/08/10/horputurn/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.