Lög um mat á umhverfisáhrifum til skoðunar
Starfshópur vegna endurskoðunar laga um mat á umhverfisáhrifum hefur hafið störf, en honum er ætlað að gera tillögur að lagabreytingum sem nauðsynlegar eru til að innleiða ákvæði tilskipunar ESB sem ætlað er að einfalda regluverk vegna mats á umhverfisáhrifum.
Starfshópurinn er einnig með til skoðunar ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum sem fjalla m.a. um sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum, tímalengd ákvarðana um matsskyldu, endurskoðun matsskýrslna o.fl.
Starfshópurinn er þannig skipaður:
- Íris Bjargmundsdóttir, formaður, umhverfis- og auðlindaráðuneyti,
- Guðjón Bragason, sviðsstjóri, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
- Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri, tilnefndur af frjálsum félagasamtökum,
- Bryndís Skúladóttir, forstöðumaður, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins og
- Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri og Ottó Björgvin Óskarsson, lögfræðingur, tilnefnd af Skipulagsstofnun.
Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili tillögum að breytingum á lögum um mat á umhverfisáhrifum vegna innleiðingar tilskipunar ESB fyrir 15. september næstkomandi en greinargerð eða tillögum vegna breytingar á öðrum ákvæðum laganna fyrir 1. desember 2016.
Birt:
Tilvitnun:
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið „Lög um mat á umhverfisáhrifum til skoðunar“, Náttúran.is: 23. maí 2016 URL: http://nature.is/d/2016/05/23/log-um-mat-umhverfisahrifum-til-skodunar/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.