Ein niðurstaða fundar forsætisráðherra Norðurlandanna og Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, er að Noregur, Ísland og Bandaríkin hétu því að fullgilda eða með öðrum hætti tilkynna um aðild sína að Parísar-samkomulaginu strax í ár. Skuldbinding af þessu tagi hefur ekki áður komið fram af hálfu Íslands en bæði Noregur og Bandaríkin höfðu áður lýst sig reiðubúin til að fullgilda Parísar-samkomulagið í ár.

Úr sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoga Bandaríkjanna og Norðurlandanna

The leaders commit to join the Paris Agreement as soon as possible. Norway, Iceland, and the United States have committed to join the Paris Agreement this year, building on more than 30 countries that have already joined or have committed to taking necessary domestic steps with a view to joining this year. As countries implement their respective Nationally Determined Contributions, they should strive to formulate and communicate long-term low greenhouse gas emission development strategies pursuant to the Paris Agreement


Bréf sent þingmönnum 6. maí sl. um hvers vegna Alþingi beri að fullgilda Parísar-samkomulagið. Í ljósi tíðinda frá Washington er spurning hvenær utanríkisráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi þingsályktunartillögu um staðfestingu samkomulagsins.

 

Birt:
17. maí 2016
Höfundur:
Árni Finnsson
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Forsætisráðherra Íslands heitir því í Washington að Alþingi fullgildi Parísar-samkomulagið í ár“, Náttúran.is: 17. maí 2016 URL: http://nature.is/d/2016/05/17/forsaetisradherra-islands-heitir-thvi-i-washington/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: