Bréf frá þeim samtökum sem hér undirrita, til að hvetja Ísland, Bandaríkin og hin Norðurlöndin til að sameinast um að banna notkun svartolíu (e. heavy fuel oil - HFO) um borð í skipum norðan heimskautsbaugs.

Svartolía er alvarleg ógn við lífríki Norðurslóða og bruni hennar skaðar loftslag jarðar. Leiðtogafundur Norðurlandanna og Bandaríkjanna, sem haldinn verður í Washington þann 13. maí næstkomandi, er kjörið tækifæri fyrir þessar þjóðir til að taka forystu í þessu mikilvæga máli og vinna saman að því að banna notkun svartolíu í Norðurhafi í gegnum Alþjóðasiglingamálastofnunina (IMO).

Bréfið sem PDF

Birt:
13. maí 2016
Tilvitnun:
Náttúruverndarsamtök Íslands „Vilja banna notkun svartolíu“, Náttúran.is: 13. maí 2016 URL: http://nature.is/d/2016/05/13/vilja-banna-notkun-svartoliu/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: