Vilja banna notkun svartolíu
Bréf frá þeim samtökum sem hér undirrita, til að hvetja Ísland, Bandaríkin og hin Norðurlöndin til að sameinast um að banna notkun svartolíu (e. heavy fuel oil - HFO) um borð í skipum norðan heimskautsbaugs.
Svartolía er alvarleg ógn við lífríki Norðurslóða og bruni hennar skaðar loftslag jarðar. Leiðtogafundur Norðurlandanna og Bandaríkjanna, sem haldinn verður í Washington þann 13. maí næstkomandi, er kjörið tækifæri fyrir þessar þjóðir til að taka forystu í þessu mikilvæga máli og vinna saman að því að banna notkun svartolíu í Norðurhafi í gegnum Alþjóðasiglingamálastofnunina (IMO).
Birt:
13. maí 2016
Tilvitnun:
Náttúruverndarsamtök Íslands „Vilja banna notkun svartolíu“, Náttúran.is: 13. maí 2016 URL: http://nature.is/d/2016/05/13/vilja-banna-notkun-svartoliu/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.